Hin yfirvofandi óvissa getur verið nagandi.

Framsóknarmenn guggnuðu á fjögurra flokka stjórn þeirra, Vg, Samfylkingar og Pírata vegna undirliggjandi óvissu um að eins manns þingmeirihluti héldi eins og var hjá stjórninni sem sprakk í september. 

Raunar gengu fjórir þingmenn úr skaftinu í þeirri stjórn í einu og það sýnir að óvissan ge4tur verið bundin við fleiri en einn þingmann. 

Svo að aftur sé vitnað til langs átakafunds hjá Vinstri grænum þegar þeir voru í stjórn með Samfylkingunni í brunarústabjörgunarstjórninni, sýnir reynslan af þeim fundi, að jafnvel þótt eindregin niðurstaða fáist á slíkum innanflokksfundum, getur það iðulega komið upp að aðeins degi síðar sé eins og að engin niðurstaða hafi fundist, - fólk fer aftur í nákvæmlega sama farið. 

Það er afar lýjandi að reyna að leiða stjórnmálasamtök þar sem þannig háttar til, því að fólk tekur miklu meira inn á sig átök við samherja en mótherja. 

Að vísu þarf fleiri en þrjá "villiketti" til að ganga úr skaftinu í V-D-G stjórn, en reynslan úr síðustu stjórn að það er óþægilegt ef vafi getur komið upp um stuðning. 

Efinn er jú oft móðir vantraustsins. 


mbl.is Óvissa um viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrínar og Bjarna barn,
bráðum kemur undir,
æði kalt þó undir hjarn,
engar grænar grundir.

Þorsteinn Briem, 13.11.2017 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband