Hefðu enn þriggja þingmanna meirihluta.

Ef af ríkisstjórn Vg, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verður að veruleika og allir þeir þingmenn, sem nú samþykkja stjórnarmyndunarviðræður, fylgja stjórninni, hefur slík stjórn 33 þingmenn að baki sér en stjórnarsandstaðan 30, ef þeir tveir Vg þingmenn, sem nú tóku afstöðu gegn viðræðum, greiða afkvæði á móti stjórninni. 

Það hefur áður gerst að flokkar hafi farið í stjórnarsamstarf án þess að allir þingmenn hafi verið samstíga um það. 

Eitt besta dæmið var þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks 1944 þegar fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru andvígir myndun þeirrar stjórnar og einnig var mjótt á munum á tímabili að samstaða væri um það innan þingflokks Alþýðuflokksins. 

En stjórnin hélt öruggum meirihluta og sprakk af ófyrirséðum ástæðum, utanríkismálum í upphafi Kalda stríðsins. 


mbl.is Ekki gott veganesti inn í viðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur nú að vera reginmunur á að vera tregur í taumi og segja skilið við þingflokkinn. Allt þetta þinglið sem vill taka upp ný vinnubrögð hlýtur að styðja öll góð mál en ekki bara fella þau af illkvittni

Grímur (IP-tala skráð) 13.11.2017 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband