14.11.2017 | 23:31
Næstum bíll við bíl frá Djúpavogi til Reykjavíkur.
Þannig vildi til að ágúst í sumar þurftum við Helga að aka síðdegis frá Borgarfirði eystri til Reykjavíkur. Þegar komið var suður í Hornafjörð og komið fram á kvöld tókum við eftir því að sífellt mátti sjá fleiri og fleiri bíla, sem lagt hafði verið við veginn og voru greinilega "svefnbílar" ferðamanna.
Nú er það svo að það eru ekki mörg ár síðan ferðamannafjöldinn var aðeins brot af því sem nú er og þá mátti kannski segja að það væri í lagi þótt telja mætti á fingrum annarrar handar þá, sem gistu svona.
En þetta er greinilega gerbreytt og fjöldi þessara bíla var ævintýralegur í sumar.
Í staðinn má hugsa sér að leyfa fólki að sofa í venjulegum bílum ef það er á tjaldstæðum og greiða sanngjarnt gjald fyrir það.
Veran þar ætti að tryggja að gistifólkið hafi aðgang að snyrtingu og annarri þjónustu sem veitt er á tjaldstæðum.
Taka á svefnbílum á Suðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við hrekjumst að hengiflugs þröskuld,
höngum á horrim og hrun-duld,
en hrægammar véla,
og hagnaðinn fela,
í hreiðrinu mata hann Höskuld...
http://www.visir.is/g/2017171119351/arion-banki-faerir-nidur-lan-til-united-silicon-um-3-7-milljarda
Þjóðólfur á Horrim (IP-tala skráð) 14.11.2017 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.