15.11.2017 | 08:33
Svipað andrúmsloft og í febrúar 1980?
Í febrúarbyrjun 1980 ríktu pattstaða og stjórnarkreppa hér á landi. Mikill órói og átök höfðu ríkt í stjórnmálum og á vinnumarkaðnum allt frá síðari hluta ársins 1977, fyrst með aðgerðum verkalýðssamtakanna sem fólust í svonefndu útflutningsbanni, síðan með lagasetningu ríkisstjórnar Geir Hallgrímssonar sem kippti vísitölunni úr sambandi við launagreiðslur, sem kallaði á kjörorð í hörðum kosningum til byggða og þings 1978: "Samningana í gildi!"
Í kjölfarið misstu Sjálfstæðismenn meirihlutann í borgarstjórn Reykjavík eftir 60 ára samafelld völd og stofnuð var vinstri stjórn 1978 eftir afhroð stjórnarflokkanna í kosnningum.
Sífelldar og harðar deilur innan stjórnarinnar stóðu til vors 1979 og stjórnin sprakk í september, líkt og nú og farið var í vetrarkosningar í desember.
Þá tók ekki betra við, sex vikna stjórnarkreppa.
Allt þetta skóp ástand þreytu og vantrúar almennings á stjórnmálum og stjórnmálamönnum, ekki ósvipað og ríkt hefur hér síðan í apríl í fyrra.
Kristján Eldjárn forseti var með utanþingsstjórn Jóhannesar Nordal uppi í erminni.
Þá beitti Gunnar Thoroddsen djörfu stjórnkænskubragði og myndaði með fimm þingmönnum Sjálfstæðisflokksins meirihlutastjórn með flokkunum tveimur á vinstri vængnum, Alþýðubandalagi og Framsóknarflokknum.
Hatrömm átök urðu í Sjálfstæðisflokknum við þetta en í skoðankönnunum eftir stjórnarmyndunina kom í ljós að þessi sérkennilega ríkisstjóron var með mikið meirihlutafylgi kjósenda.
Fólk var einfaldlega búið að fá upp í kok af getuleysi og sundrungu stjórnmálamanna.
Þótt viðtöl sjónvarpsfólks á förnum vegi veiti afar hæpna vísbendingu, virtist svipaður andi algengur hjá aðspurðum í slíkum viðtölum Stöðvar 2 í gær varðandi þá stjórnarmyndun, sem nú er í gangi.
Ef af þessari stjórnarmyndun verður mun það valda óróa innan flokkanna lengst til vinstri og hægri.
Í stjórnarmynduninni 1980 var forsætisráðherrastóll Gunnars Thoroddsens lykillinn að því að því að hún væri möguleg.
Nú virðist það vera forsætisráðherrastóll Katrínar Jakobsdóttur.
1980 ríkti einstakt erfiðleikaástand vegna hrikalegrar hækkunar á olíuverði í heiminum og ríkisstjórn Gunnars mistókst að ná tökum á óðaverðbólgu sem í lok kjörtímabilsins komst yfir 100%.
Nú eru í bili allt aðrar ytri aðstæður fyrir nýja ríkisstjórn, en á hinn bóginn sér gerbreytt fjölmiðlunarumhverfi fyrir því að vandi þeirrar stjórnar sem nú er verið að reyna að mynda felst í miklum óróa hjá hluta fylgismanna flokkanna lengst til hægri og vinstri.
Hvernig sem allt fer, ætti að vera nokkuð líklegt, að almenna kjósendur þyrstir í að óróatímabilið frá því í apríl 2016 endi og að fyrirheit stjórnmálamanna um nýtt andrúmsloft og stöðugleika verði efnd.
1980 tókst Geir Hallgrímssyni og hinum framsýnni Sjálfstæðismönnum að koma í veg fyrir að flokkurinn klofnaði og menn yrðu reknir úr honum, og fyrir bragðið gátu Sjálfstæðismenn gengið sameinaðir til kosninga 1983 og myndað sterka stjórn í kjölfarið.
Þetta fyrirbæri gæti orðið framhaldið innan Vinstri grænna ef mynduð yrði stjórn undir forsæti þeirra með Sjöllum og Framsókn.
Viðræðurnar eru sagðar ganga vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enda þótt nú verði mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna mun Sjálfstæðisflokkurinn sem langstærsti flokkurinn í ríkisstjórninni ráða þar öllu sem hann vill ráða, eins og flokkurinn gerði í fráfarandi ríkisstjórn.
Þessi ríkisstjórn nýtur ekki trausts mikils meirihluta þingmanna og verður kolfelld í næstu alþingiskosningum.
Fylgi Framsóknarflokkurinn hefur aldrei verið minna og Sjálfstæðisflokksins aðeins einu sinni verið minna, í alþingiskosningunum árið 2009, þegar fylgi flokksins var 1,7% minna en nú.
Sigurður Ingi Jóhannsson myndar þessa ríkisstjórn en ekki Katrín Jakobsdóttir, enda verður hún draumaríkisstjórn Framsóknarflokksins, þar sem rollupólitík flokksins á landsbyggðinni leikur aðalhlutverkið.
Og ríkisstjórnin mun ekki njóta mikilla vinsælda á höfuðborgarsvæðinu, frekar en Framsóknarflokkurinn.
En flestir þingmenn Vinstri grænna á landsbyggðinni gætu allt eins verið í Framsóknarflokknum.
Vesturbæingurinn og blokkarbúinn Katrín Jakobsdóttir hefur engan sérstakan áhuga á að mynda þessa ríkisstjórn en hefur þó mikinn áhuga á að verða forsætisráðherra.
Og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mun að öllum líkindum mynda næstu ríkisstjórn, nokkuð frjálslynda stjórn, þar sem Samfylkingin verður stærri flokkur en Vinstri grænir.
Þorsteinn Briem, 15.11.2017 kl. 10:48
Ómar. Það hefur nú þegar verið viðurkennt að þetta var fyrirfram skipulagt leikrit, svokallaðar "lýðræðiskosningar" þann 28 október.
Hver var þá tilgangurinn með stjórnarslitum og kosningum í haust?
Þurfum við ekki að staldra aðeins við, og velta fyrir okkur á hvaða vegferð þessir leikritshöfundar og leikstjórar eru, með kosninga og réttindasvikna þjóðfélagsþrælana Íslands-fjölmiðlaþögguðu í eftirdagi?
youtube: GEOENGINEERING/CHEMTRAILS-NEW DOCUMENTARI 2017 FRANKENSKIENS
youtube: Anonimous How Cold We Not See This Coming
youtube: Captain Glenn talks to Dr. Bot you-tube
Heilbrigðiskerfi, eða sálarlaus ómannleg vélmenna-smíðastofa? Um hvað eru valdatoppar Íslands að tala? Er enginn millivegur, og veit fólk hvað er raunverulega verið að tala um? Eða réttara sagt; ekki að tala um í fjölmiðlaþögguninni?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2017 kl. 12:00
Eg held það verði nú ekki búinn til málefnasamningur þar sem stærsti flokkurinn ræður öllu. Það er barnalegt að halda því fram. Þetta gæti orðið ágætis stjórn vegna þess hversu breið hún er málefnalega. Þarna eru saman komnir flokkar sem eru lengst til vinstri, lengst til hægri og svo í miðjunni. Við þurfum að fá stjórn sem þessa til að stjórnmálin komist á aðeins vitrænna stig - vonandi. Eigum við ekki bara að sjá til hvað verður í stað þess að dæma allt fyrirfram til andskotans.
Jósef Smári Ásmundsson, 15.11.2017 kl. 13:51
Jósef Smári. Það getur vel verið að þetta verði ágætis stjórn. Það er bara ekki nein skýring á hvers vegna þurfti að slíta stjórnarsamstarfinu í haust, og stórfyrirtækja-fjölmiðlaskoðanakanna framkvæma þessa gervi kosningu?
Það er ekkert eðlilegt við að almenningur í landinu sætti sig bara þegjandi og gagnrýnilaust við þessa hrópandi þögn um það, hvers vegna ráðherrann sem sagður var orsök stjórnarslitanna er núna að smíða nýja stjórn og verður væntanlega ráðherra í þeirri stjórn?
Ég er ekki að fordæma né gagnrýna sérstaklega þann ráðherra, heldur gagnrýna óútskýrða mótsögnina í þessu leikriti. Og það er vægast sagt ótraustvekjandi að það sé hægt að slíta stjórnarsamstarfi án eftirfylgni vandans, sem sögð var ástæðan fyrir stjórnarslitunum.
Ég skil þetta bara ekki.
Vonandi gengur næsta stjórnarsamstarf sem best hverjir sem eru planaðir í hvaða fyrirfram ákveðna hlutverk (að því er virðist).
Þegar einhverjir hafa verið kjörnir, eins og síðasta stjórn var, þá er sú stjórn ábyrg í 4 ár fyrir landsstjórninni? Eða er það rangt skilið hjá mér?
Kannski þurfi einhvern heiðarlegan til að útskýra og rökstyðja á réttlætanlegan hátt fyrir mér að ég sé bara svona illa gefin, að skilja ekki íslenska pólitík? Bara gömul og rugluð :)
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2017 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.