Brauðmolakenningin í framkvæmd.

Donald Trump sagði hróðugur í kosningabaráttunni í fyrr að hann hefði skapað svo geysilega mörg og góð störf og tekjur fyrir svo marga með því að fjárfesta í glæsihöllum og eignum, sem aðeis er á færi hinna ofurríku í heiminum. 

Þetta er eitt afbrigði af "brauðmolakenningunni" svonefndu sem slær því föstu, að því ríkara sem það eitt prósent jarðarbúa verður sem á helming allra auðæfa heimsins, því meiri tekjur muni skapast af bruðlumsvifum hinna moldríku í formi "afleiddra starfa við að framleiða þessar miklu eigur. 

Þegar ég var ungur hélt ég í barnaskap mínum, að sú tíð kæmi aldrei aftur að tiltölulega fámennur aðall og yfirstétt í heiminum velti sér upp úr auðæfum sínum á sama tíma sem almúginn þjónaði undir þetta lið og þægi mola úr lófum þeirra, þegar best léti. 

En þetta virðist ekkert hafa breyst. 

Glöggir hagspekingar hafa reiknað út fánýti brauðmolakenningarinnar. En með henni gera valdhafar í krafti auðsins allan almenning sér háðan, þar sem "litli maðurinn" lýtur hinum valdamikla í auðmýkt þess, sem þráir "vernd" hins volduga og ríka en gerist með því í raun meðvirkir í því að sóa auðæfum og auðlindum jarðar á þannn hátt að allir eiga eftir að tapa á því. 

"Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barinn þræll er það, því að i brjósti hans lifir frelsið" var einhvern tíma skráð. 

Þeir sem vilja eitthvað örlítið réttlátari skiptingu jarðargæða og betri meðferð á auðlindum jarðar eru úthrópaðir sem "kommúnistar" og "öfgafólk." 

Er þó aðeins um að ræða að slá tiltölulega lítið á ójöfnuðinn og skerða frelsi hins almenna einstaklings sem minnst. 

En jafnvel frumkvæðlar kapítalismans viðurkenndu, að frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar. 

Sú grundvallarstaðreynd er þögguð niður.  


mbl.is Ríkasta prósentið á helming auðæfanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttlátari skipting er ansi oft aðeins réttlát í augum þess sem vill eitthvað sem einhver annar á. Og þeir virðast halda að það þurfi ekki að fara eftir "frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar" ef taka á frá einhverjum sem á mikið. Sú grundvallarstaðreynd er þögguð niður. Og jafnvel látið sem það sé sett fram af göfugum hvötum en ekki öfund og græðgi "..örlítið réttlátari skiptingu jarðargæða og betri meðferð á auðlindum jarðar..".

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.11.2017 kl. 18:33

2 identicon

Ómar. Mannskepnan er sögð grimmasta dýr jarðar, og líklega er það rétt.

Alla vega ef á að skattpína og ræna hýrunni og lífsstarfinu af heiðarlegu, vinnusömu og gömlu fólki, sem hefur aldrei gert annað en að þræla heiðarlega fyrir skattræningja-hershöfðingja heimsins! Og eru réttmætir eigendur þess sem þeir hafa aflað í nettó tekjum, með lífsbaráttustriti sínu. Og borgað okurskatta af laununum til "ríkisins"!

Veit ekki af hverju þetta er svona stjórnlaust og grimmt kerfi.

Ef einhver raunverulega hæfur og heimsspekilega þenkjandi hagfræðingur finnur út að óréttanlegt og skepnulegt valdaránsníð eigi einhvern hagfræðilegan og heilbrigðan siðmenntaðan rétt á sér á jörðinni, þá er sá toppafalda-valds-níðinga-heims-speki-stjóri tæplega nógu heilsufær um það, að bera raunverulega samfélags/heims-hagfræðiábyrgð.

Alla vega ekki fyrir siðferðislegt og mennskt mannúðarsamfélag.

Annað hvort eru samfélög manna sæmilega mannúðleg og siðmenntuð, eða þau eru ómannúðleg og skógarvillidýra drápsgráðug og siðlaus.

Þegar manneskjur eru um það bil orðnar siðferðislega öruggari innan um ljónin og hýenurnar í villtum skógi heldur en í svokölluðum "siðmenntuðum" samfélögum, þá er spilavítiskauphallanna bankaræningja-stjórnsýsla heimsins orðin óverjandi villidýra stjórnsýsla.

Þá er villidýra frumskógarlögmálið farið að ráða öllu á ó-verjandi og ó-réttar/lögleysishátt, í svokölluðum "réttarríkjum" siðmenntaðra og mennskra!

Einhvertíma var víst sagt að rétlætanleg nauðsyn bryti lög. Kannski ekki orðrétt, en meiningin var sú að lög og dómsréttlæti eiga að verja réttlæti, en ekki verja óréttlæti.

Við erum víst komin að því erfiða verkefni að láta nauðsyn brjóta ó-lög, til að verja eðlilega þróun mennsku, siðferðis og lögverjandi réttar ríkja samfélög, umfram ræningjakerfisbankana heimsveldisstýrandi.

Það er enginn smá hindrunar þröskuldur og Þrándur í götu siðmenntaðs réttarríkis? Verkefnin eru næstum ó-yfirstíganleg núna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2017 kl. 21:40

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tökum meðaltalstölur, Hábeinn.  1% jarðarbúa á 50%.  99% jarðarbúa eiga 50%. 

Einn meðaltalsmaður úr hópi þessara 99%, sem á 99 sinnum minna en einn meðaltalsmaður úr hópi hinna ríkustu, dregur í efa réttmæti þessa næstum hundraðafalda ójöfnuðar í eignum. 

Honum dettur í hug að í stað skiptanna 1:99 væri 2:98 kannski sanngjarnara. 

Nei, segir þú, hann gerir sig sekan um um eina af höfuðsyndunum, öfund. 

Eignarétturinn er sem sagt að þínu mati 100 prósent friðhelgur, sama hve fáránlega stór eignin er.  

Ómar Ragnarsson, 15.11.2017 kl. 21:59

4 identicon

Tökum meðaltalstölur, Ómar. Hægri hönd þín er frosin í ísklump en sú vinstri á kafi í sjóðandi vatni. Meðaltalið segir okkur að þú hafir það nokkuð gott.

Meðaltal eigna er ekki mælikvarði á réttlæti. Það að einhver eigi meira en þú veitir þér ekki rétt til eigna hans, sama hversu fáránlega stór eignin er.

Í Afríku eru fjölskyldur sem horfa á ríkmannlegan lífstíl aldraðra á Íslandi og eftirlaun sem eru hærri en laun allra í þorpinu. Sjá að þú gætir gefið helming eigna og launa þinna og samt lifað betur en höfðingi ættbálksins og ríkasti maður í sveitinni. Dregur þú í efa réttlætið og rétt þeirra til helmings eigna og launa þinna? Ef svo, á hvaða forsendum nú þegar þú hefur afnumið friðhelgi eignarréttarins og endurskilgreint réttlæti?

P.s. Friðhelgi eignarréttarins var ekki afskrifað svona kæruleysislega þegar einhver tók til egin afnota bíl sem þú áttir og tösku sem þú lagðir frá þér í einhverjum banka. Gæti verið að einhverjir hafi aðeins verið að hjálpa þér að slá tiltölulega lítið á ójöfnuðinn í heiminum?

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.11.2017 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband