Verður stysta fréttin 26. nóv 2004 sú stærsta á þessari öld?

Hinn 26. nóvember 2004 var stysta fréttin í sjónvarpsfréttum kvöldins innan við mínúta eða réttara sagt aðeins 46 sekúndur, og lét ekki mikið yfir sér. Titill hennar var "Tíðari gos." Tíðari gos

Tilefni hennar var upphaflega það, að nokkrum árum fyrr hafði ég heyrt Guðmund heitinn Sigvaldason greina frá því að þegar ísaldarjökullinn bráðnaði fyrir 11 þúsund árum hefði landið sem var undir honum lyfst svo mikið við að ísaldarfargið fór af því, að eldgosum á svæðinu, sem nú er norðan Vatnajökuls, fjölgaði margfaldlega, og tíðnin orðið allt að þrítugföld þegar mest var. 

Þess vegna væri þarna stærsta hraunbreiða landsins, Ódáðahraun, og fjölbreyttasta og magnaðasta eldfjallasvæði heims. 

Þegar haldin var ráðstefna um Grímsvatnagos í Öskju þennan nóvemberdag 2004 frétti ég af því að Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur myndi fjalla um það hvaða áhrif bráðnun íslensku jöklanna, einkum Vatnajökuls, myndi hafa á eldgosatíðni á Íslandi. 

Vatnajökull er nefnilega það sem eftir er af ísaldarjöklinum stóra. 

Ég fór vestur eftir og varð ekki fyrir vonbrigðum, en fyrirlestur Freysteins fjallaði einmitt um það hvað hvarf langstærsta jökulsins, sem þar að auki væri með miðju eldvirkninnar undir sér, hefði að segja fyrir eldvirknina.

Fréttatíminn var mjög ásetinn á þessum árum af fréttum af miklum hræringum í íslensku viðskipta- og efnahagslífi, svo að í fyrstu reyndist ekki rými fyrir þessa frétt í fyrstu. 

En loks var fallist á það að hún gæti flotið með, ef hún yrði rúmlega hálf mínúta á lengd. 

Nú þegar má sjá merki um að þessi spá sé að byrja að rætast. Frá 1996 til 2017 hafa orðið gos árin 1995 (við Hamarinn) 1996, 1998, 2000, 2004, 2010, 2011 og 2014, alls átta gos á 21 ári, eða fjögur gos á áratug. Þetta er næstum tvöfalt tíðara en hefur verið að meðaltali á öld á sögulegum tíma. 

Þessa dagana minna Hekla, Katla og Grímsvötn á sig, en í hópinn hafa bæst tvö stærstu eldfjöll landsins, Bárðarbunga og Öræfajökull, bæði á áhrifasvæði Vatnajökuls. 

(Hekla minnir stanslaust á sig með því að hafa þanist meira út en hún hafði gert fyrir gosið 2000) 

Auðvitað gæti þetta verið tilviljun, en ef ekki, og eldgos á 21. öldinni verða miklu fleiri en áður hefur þekkst, og fréttagildi og áhrif hvers goss innan lands og utan yrðu lögð saman, gæti eldgosatíðnin orðið ein stærsta frétt aldarinnar.  

Stefni að því að setja fréttina inn á facebook síðu mína. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér árveknina, Ómar, með þitt glögga fréttanef, og sannarlega er þetta mjög íhugunarvert, en vonandi ekki til skaðræðis fyrir landsmenn.

Jón Valur Jensson, 18.11.2017 kl. 23:59

2 identicon

Frá 1920 til 1930 urðu um 10 gos, gos á hverju ári. Frá 1975 til 1984 urðu 9 gos bara í Kröflu, aftur gos á hverju ári að meðaltali. 8 gos á 21 ári frá 1996 til 2017 eru því varla nokkuð sem kallast getur merkilegt eða að það sanni eitthvað. Hvað þá að það sé merki um að einhver spá sé að byrja að rætast. Þrátt fyrir hröðustu og mestu minnkun jökla frá 1996 til 2017 hefur eldgosum fækkað lítillega að meðaltali sé miðað við öldina á undan.

Meðaltöl eru svo skemmtileg. Sérstaklega ef maður þarf að sanna eitthvað bull. Þá handvelur maður tímabil til samanburðar svo það passi að kenningunni. Velur til dæmis 21 ár frekar en 20 eða 30 og síðan viðmiðunartímabil sem er nægilega langt eða stutt til að passa "rétt" sem samanburður. Og þykist svo hafa uppgötvað einhvern mikinn sannleik sem verði fréttaefni næstu öldina.

Hábeinn (IP-tala skráð) 19.11.2017 kl. 00:03

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gaman að því, Hábeinn, hvernig þú þykist geta haft mera vit á þessu en þeir vísindamenn, sem gerst ættu að vita um þessi mál. 

Ef ég "handvel" tímabilið frá 1930 til 1974, 44 ár, þá urðu á því timabili fimm til sex gos (Múlakvíslarflóðið 1955 meðtalið, kvikan komst ekki upp úr jöklinum ef hún var), eða eitt og hálf gos á áratug. 

Ómar Ragnarsson, 19.11.2017 kl. 09:00

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt Eldgosaannál Íslands urðu 9 gos frá 1930-75 en alls 16 gos frá 1900 til 1930. Er þá talin röð gosa upp í Grímsvötnum úr aldamótunum sem voru nokkurs konar hrina, líkt og umbrotin við Kröflu 1975 til 1980. 

Þetta eru 25 gos á 75 árum eða um þrjú á áratug. 

Ómar Ragnarsson, 19.11.2017 kl. 09:15

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hinn nafnlausi Hábeinn er sérkennileg persóna. Árum saman hefur hann talið það sitt göfuga hlutverk að pönkast stanslaust úr launsátri á sem allra flestu, sem ég hef fram að færa á bloggsíðu minni og rífa hana niður sem mest hannn má.

Engu skiptir, þótt ég setji fram tilgátur og hafi meira að segja spurningamerki með í fyrirsögnum og texta, þótt kenningarnar séu vísindamanna en ekki mínar. 

Ómar Ragnarsson, 19.11.2017 kl. 09:29

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef menn geta ekki komið fram undir nafni er það einfaldlega vegna þess að þeir hafa eitthvað að fela . Oftast eru þetta sjúkir menn.Það á einfaldlega að hunsa þá eins og þeir séu ekki til.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.11.2017 kl. 10:53

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kenningin um aukna eldvirkni vegna minnkandi jökla gæti alveg staðist en það má setja stórt spurningarmerki við það hvort slíkt eigi við hér og nú. Jöklarnir hafa vissulega rýrnað en kannski ekki svo mikið að það sé farið að hafa veruleg áhrif á eldvirkni. Hinsvegar hefur verið talað um eldgos komi í hrinum eða að þau séu lotubundin t.d. eins og það sem kemur fram um Grímsvötn á vef Veðurstofunnar: 

"Langflest gos á Grímsvatnakerfinu eru sprengigos í megineldstöðinni og virkni hennar virðist lotubundin. Í virknitoppum verða 6-11 gos á ~40 árum en í virkni lægðum gýs um 0-4 sinnum á ~40 árum. Virknitoppar virðast standa yfir í 60-80 ár og lægðir í svipaðan tíma. "

(http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/eldfjoll/grimsvotn)

Þetta gæti líka átt við svæðið yfir heita reitnum almennt og nái til Bárðarbungu og jafnvel víðar og skýri þessa virkniaukningu núna í Vatnajökli.

Svo má koma fram að Vatnajökull er varla það sem eftir er af ísaldarjöklinum mikla því hann hvarf að mestu á fyrstu árþúsundum eftir síðasta jökulskeið en fór síðar að breiða úr sér ný.

Emil Hannes Valgeirsson, 19.11.2017 kl. 13:16

8 identicon

Tvær athugasemdir síðustu viku, þrjár með þessari, og Ómar kvartar yfir að ég sé að pönkast stanslaus í honum. Þeir sem þola ekki að vera leiðréttir ættu ekki að blogga með rassinum.

"Nú þegar má sjá merki um að þessi spá sé að byrja að rætast. Frá....að meðaltali á öld á sögulegum tíma. " Þetta kallast fullyrðing og við hana er ekkert spurningamerki. Fullyrðingin stenst ekki skoðun og það særir Ómar. Menn verða ofur viðkvæmir þegar þeir eru gripnir í bullinu.

Hábeinn (IP-tala skráð) 19.11.2017 kl. 13:24

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012:

"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.

Snæfellsjökull hyrfi eftir um það bil 30 ár
, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."


Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.

"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.

Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar, svipað og meðal mannshæð.

Nú er reiknað með að það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa
og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er.""

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 15:50

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum."

"Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni og á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0,7°C."

"Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000 og snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður."

"Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli, sem og í hitabeltinu."

"Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í Norður-Íshafi, sem hefur minnkað um 7,4% á áratug."

"Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 metra heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratug síðustu aldar."

"Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins, sem sýrir hafið og það hefur súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar."

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 15:51

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.11.2012:

"Út er komin á vegum norræns rannsóknarverkefnis (SVALI, Stability and variations of Arctic Land Ice) skýrsla um breytingar á jöklum við Norður-Atlantshaf og mælingar sem stundaðar eru á jöklunum til þess að fylgjast með þessum breytingum.

Samkvæmt skýrslunni
hafa jöklar við Norður-Atlantshaf hopað og þynnst hratt síðustu árin, eins og raunin er með jökla víðast hvar á jörðinni."

"Við Norður-Atlantshaf og á Norðurskautssvæðinu er umtalsverður hluti jökla á jörðinni og frá þeim falla mörg vatnsföll til Norður-Atlantshafsins og Norðuríshafsins."

Jöklar við Norður-Atlantshaf rýrna hratt - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 15:54

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.10.2014:

"Í ljós kom að lónið er um 40 metr­ar að dýpt og jök­ull­inn reynd­ist hafa hopað um 80 metra frá því í fyrra.

Hef­ur hann því alls hopað um 170 metra frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 2010."

Mæla árlega hop Sólheimajökuls

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 16:04

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2013:

"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.

Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."

"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.

Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.

Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.

Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar."

Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 16:05

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér er margur hvumpinn karl,
hellingur af bjánum,
Emil Hannes herðir jarl,
honum kalt á tánum.

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 16:10

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2014:

"Höfn í Hornafirði stendur nú 15 sentímetrum hærra en árið 1997 og ástæðan er minna farg af bráðnandi jökulþekju.

"Áætlað er að þegar Vatnajökull hefur hopað allur muni land undir honum miðjum rísa um rúma 100 metra og allt að 20 metra við Höfn í Hornafirði.

Fargléttirinn við bráðnun jökulsins mun stórauka eldvirkni
, enda á kvikan þá greiðari leið upp á yfirborðið."

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 16:23

16 identicon

ágæt samantekt og eflaust rétt flest eru þessi eldfjöll komin á tíma. þá er það spurningin er höfn að lyftast vegna útþenslu eldfjalla eða minnkunar jökulsins, nú er sú keníng að möttulstrókurinn sé blóm en ekki renna. sé það rétt gæti gos á einum staði jökunum valdið gosi á öðrum stöðum, engin stórgos verið á svæðinu í nokkrar aldir ef við gefum okkur að askja sé sér eldstöð. en gott að hugur Bárðarbungu sé í norður. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 19.11.2017 kl. 16:23

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mest hætta stafar af jökulhlaupum sem fylgja Kötlugosum.

Gos innan öskjunnar verða undir þykkum jökli og öll orka gossins fer því í upphafi til að bræða ísinn.

Bræðsluvatnið nær ekki að safnast fyrir og brýst fram í gríðarlegu hlaupi.

Ösku- og jarðvegsblandað vatnið rífur með sér jakaflykki sem berast langt frá eldstöðinni.

Kötluhlaup standa yfirleitt ekki lengi en eru þeim mun öflugri. Vatnsmagnið jafnast á við margfalt rennsli stærstu fljóta heims.

Flest falla hlaupin niður á Mýrdalssand en einnig geta þau fallið niður á Sólheima- og Skógasand eða niður á Markarfljótsaura."

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 17:01

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 17:20

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að á ofanverðri síðustu öld byrjuðu jarðfræðingar að velta því fyrir sér hvort kæmi á undan, hlaup úr Grímsvötnum eða minnstu gosin. 

Það er, hvort skyndileg lækkun vatnanna gæti komið gosi af stað. 

Leysingavatn vegna jarðhitans í vötnunum komst ekki strax út úr þeim vegna fyrirstöðu við útfall Grímsvatna við austurenda Grímsfjalls. 

Þegar það loksins gerðist og lítið gos varð samtímis, var erfitt að sanna hvort ylli hverju. 

Eftir Gjálpargosið 1996 er fyrirstaðan orðin svo lítil, að hin gömlu stóru Grímsvatnahlaup eru úr sögunni.  

Ómar Ragnarsson, 20.11.2017 kl. 01:01

22 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Tíðni smágosa er mjög illa þekkt stærð nema fyrir síðustu 100 ár. Smágos tínast öll undir stórgosinn svo fullyrðingar um aðra tíðni nú en fyrir 500 eða 5000 árum er einfaldlega byggð á sandi.

Kennigin um aukna tíðni gosa þegar ísaldarjökullinn hvarf er hinsvegar ekki vitlaus og spennandi.  Það er samt ekki rökrétt að tengja saman smávægilega minnkun jökla á síðustu öldum við það enda eru jöklar smávægilega stærri nú en fyrir 1000 árum. 

Guðmundur Jónsson, 20.11.2017 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband