Minnir um sumt á stjórnarmyndunina 1950.

Þriggja flokka ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar sprakk snemma árs 1949. Ástæðan lá í efnahagsmálum og skattamálum, meðal annars í því hvort ætti að fella gengi íslensku krónunnar. 

Ólafur Thors myndaði minnihlutastjórn, sem vildi fella gengið, en þá var samþykkt vantraust á stjórnina og haldnar kosningar í október. 

Í kosningunum setti Framsóknarflokkurinn fram býsna róttæk stefnumið, og í Reykjavík gerðust þau undur og stórmerki að flokkurinn fékk í fyrsta skipti í sögu sinni þingmann þar, en þá voru Reykjavíkurþingmenn sex. 

Rannveig Þorsteinsdóttir náði kosningu undir kjörorðinu "að segja fjárplógsstarfseminni stríð á hendur," hvorki meira né minna. 

Nú tók við einhver lengsta, ef ekki lengsta stjórnarkreppa sögunnar. 

Sveinn Björnsson sá í hendi sér að vegna djúpstæðs ágreinings um utanríkismál, sem sprengdi Nýsköpunarsjórn Ólafs Thors 1946, yrði ómögulegt að mynda meirihlutastjórn nema að stóru turnarir, Sjallar og Framsókn, slíðruðu sverðin og mynduðu stjórn. 

Í það fóru margar vikur, meðal annars vegna ágreinings um gengismálin og skattamálin. 

Þar að auki voru formenn flokkanna svo persónulega ósáttir frá 1942 vegna svonefnds "eiðrofsmáls", að hvorugur gat myndað stjórn undir forsæti hins. 

Loksins, á síðustu stundu undir hótun forseta að mynda annars utanþingsstjórn tókst að mynda stjórn, sem margir hafa síðar kallað "helmingaskiptastjórnina". 

Sjálfstæðismennn beygðu sig fyrir kröfu Framsóknarmanna um stóreignaskatt en á móti gáfu Framsóknarmenn eftir í gengismálunum með því að setja á laggirnar fyrirkomulag með margföldu gengi, svonefnt Bátagjaldeyrisfyrirkomulag til að "bjarga sjávarútveginum."  

Á síðasta valdaári stjórnarinnar var búið til sérstakt gengi til þess að liðka fyrir óhjákvæmilegri endurnýjun bílaflotans, en bílainnflutningur hafði þá í að mestu stöðvast í átta ár, og má geta þess, að svipað fyrirkomulag var þá í Danmörku; dollarinn á miklu hærra verði en ella í frjálsum bílakaupum. 

Vandamálið með flokksformennina var leyst með því að Steingrími Steinþórssyni alþingismanni úr Framsóknarflokknum, var falið að ljúka stjórnarmynduninni og gegna embætti forsætisráðherra. 

Hann var úr minni stjórnarflokknum, sem var meira til vinstri en hinn, og samsvaraði að því leyti til Katrínu Jakobsdóttur, að forsætisráðherrann kæmi vinstra megin frá frá smærri flokknum, en ekki úr Sjálfstæðisflokknum. 

Þrátt fyrir að vandamálin 1950 væru miklu meira aðkallandi og brýnni en nú, tók þetta svona langan tíma. 

Og þá, eins og nú, voru skattamálin og efnahagsumhverfið einna snúnust viðfangs. 

Til að finna lausn í þeim þurfti drjúgan tíma til að búa til kerfi, sem báðir aðilar gætu sætt sig við.  

Það ætti því ekki að koma á óvart að það muni taka tíma að finna samkomulagsgrundvöll núna. 

 


mbl.is „Ætluðum að vera komin lengra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband