Alþjóðaflugleið skammt frá. FRÚin úr sögunni síðustu árin.

Það er ekki tilviljun að flugstjóri í millilandaflugi tók fyrstu myndina þar sem nýi sigketillinn uppi á Öræfajökli sást.

TF-FRÚ og Cuore á HvolsvelliÍ langflestum tilfellum þegar flogið er á flugleiðum milli Kaflavíkurflugvallar og flugvalla í norðar er flogið yfir flugleiðsöguvita á Ingólfshöfða. 

Þess ber að geta að Öræfajökull er ekki eina eldfjallið á Íslandi, sem gusthlaup gæti komið úr. 

Hættan á slíku er til dæmis líka fyrir hendi við Snæfellsjökul og Heklu, en hins vegar er afar ólíklegt að fyrrnefnda fjallið gjósi. 

Þess má geta, að í gær flaug ég ekki á TF-FRÚ yfir Öræfajökul eins og sagt er á texta undir myndinni á tengdri frétt á mbl.is, heldur á TF-JEG, sem er af sömu gerð og FRÚin, en ekki í minni eigu. 

Haustið 2014 gafst ég upp á að reka TF-FRÚ vegna mikils og hraðvaxandi rekstrarkostnaðar síðustu árin, sex milljónir króna á aðeins fjórum árum bara í ársskoðanir, burtséð frá því hvort hún flygi. 

Og samt var flugvélin óflughæf í lengri tíma á milli ársskoðana á þessum árum en hún var með gilt lofthæfisskírteini. 

Þætti það sæmilegur kostnaður vegna bílaskoðana ef árlegar skoðanir kostuðu slíkt burtséð frá því hvort bílunum væri ekið eða ekki. 

En síðustu fjögur ár FRÚarinnar voru góð, þegar hún var mestallan tímann á túni í Vestari-Garðsauka við Hvolsvöll, og ég þar langdvölum í minnstu bílum landsins, til taks fyrir myndatökur vegna eldgosanna þriggja á þeim tíma og vegna annarra myndatökuverkefna minna. 


mbl.is Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband