Verður hægt að snúa "hinu svokallaða hruni" endanlega á hvolf?

Fyrst eftir hrun voru menn að jafna sig á áfallinu sem fylgdi því að standa frammi fyrir þúsunda milljarða króna tapi og auk þess hundraða milljarða króna halla á á ári á rekstri ríkissjóðs. 

Ríkisstjórn Geirs H. Haarde stóð í ströngu á mörgum vígstöðvum, fékk meðal annars neyðarlög samþykkt, veitti tugum milljarða króna í að reyna að bjarga bönkunum og gerði byrjunarsamkomulag vegna Icesave. 

Stjórnin féll og minnihlutastjórn Jöhönnu Sigurðardóttur tók við sem varð að meirihlutastjórn eftir kosningar um vorið. 

Þá líktu flestir viðfangsefnum hennar við rústabjörgun. 

En þegar frá leið fóru þeir að reyna að ná vopnum sínum að nýju og snúa vörn í sókn, sem höfðu fóðrað eldsmat hrunsins með einkavinavæðingu bankanna, óðaframkvæmdum í stóriðju- og virkjanamálum, uppspenntu hágengi krónunnar með tilheyrandi neysluæði og lánasprengingu auk þess að laða erlenda fjárfesta til þess með háum vöxtum að búa til svonefnda "snjóhengju" erlendra innistæðna á Íslandi. 

Eftir því sem lengra hefur liðið frá hruninu hefur þessi endurskrifaða saga komist æ lengra í því að snúa hruninu á hvolf. 

Liður í því hefur meðal annars verið það að gera sem minnst úr því sem nú var kallað "hið svokallaða hrun." 

Smám saman eru nýjustu fullyrðingarnar orðnar þannig, að það hafi ekki orðið neitt hrun og ef það var eitthvað, var það vinstri stjórnin 2009-2013 sem var aðal skaðvaldur síðari áratuga í íslenskum efnahagsmálum. 

Í vændum er skýrsla um "erlenda áhrifaþætti bankahrunsins" sem mun líklega gera erlenda banka að hinum seku.

Afgangurinn af sektinni verði síðan skrifaður á vinstri stjórnina, því að nú sést því líka haldið fram að ríkissjóður Íslands hafi verið nær skuldlaus haustið 2008, að það hafi verið ríkisstjórn Jóhönnu sem sé sökudólgurinn og þó sérstaklega Steingrímur J. Sigfússon sem stóð blóðugur upp fyrir axlir daga og nætur við sín björgunarstörf.

En nú er flestu sem hann gerði snúið á þann veg að hann hafi brotið svo stórlega af sér við að gera sem mest illt af sér og verða með því aðalvaldurinn að hruninu, sem kom ekki 2008, heldur frá og með 2009, að sækja eigi hann til saka og setja í fangelsi. 

Það nýjasta sem ég hef séð er, að lán Seðlabankans í októberbyrjun 2008, hefði aldrei þurft að kosta okkur 35 milljarða króna, enda þótt Seðlabankastjórinn segði í frægu símtali við forsætisráðherra að þessir peningar væru að öllum líkindum tapaðir, heldur hefði Steingrímur af einstæðum illvilja í garð Davíðs beinlínis gendið fram í því að að láta 35 milljarðana tapast! 

Endurskrift sögunnar er á góðri leið með að snúa öllu á hvolf: Hrunið var ekkert hrun. Rústabjörgunarstjórn Jóhönnu var brennuvargastjórn en stjórnir Sjalla og Framsóknar í 12 ár frá 1995 til 2007 voru allar með gæðastimpilinn "traust efnahagsstjórn" eins og flaggað var á kosningaskiltum Sjallanna 2007.  

 


mbl.is Tvær hrunskýrslur í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 06:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2008 (fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008):

Íslendingar skulda mest í heimi

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 06:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja í árslok 2008 voru að sögn Ríkisskattstjóra 22.675 milljarðar króna, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.

20.8.2009:

"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008] en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%."

Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 06:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 12.7.2014:

Á meðan hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn að töluverðu leyti stjórnað gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

Eignir útlendinga í íslenskum
krónum eru hins vegar um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.

Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.

22.10.2012:


Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar


30.9.2013:

Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 06:54

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 06:56

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 06:58

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 06:59

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 07:01

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 6.4.2013:

Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 07:06

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Forsætisráðuneytið 16. nóvember 2008: Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF)

Sameiginleg fréttatilkynning Íslands, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands 1. júlí 2009

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 07:24

11 identicon

Veistu það Steini, þú ert langt komin með að eyðileggja þessa bloggsíðu hjá Ómari!!!.

Algjörlega sammála þér Ómar, sjallar eru langt komnir með að endurskrifa raunverulega atburði fyrir hrun og eftir.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 21.11.2017 kl. 08:32

12 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"" Það nýjasta sem ég hef séð er, að lán Seðlabankans í októberbyrjun 2008, hefði aldrei þurft að kosta okkur 35 milljarða króna, enda þótt Seðlabankastjórinn segði í frægu símtali við forsætisráðherra að þessir peningar væru að öllum líkindum tapaðir, heldur hefði Steingrímur af einstæðum illvilja í garð Davíðs beinlínis gengið fram í því að að láta 35 milljarðana tapast! ""

Þessi setning er ekki í samræmi við nein raunveruleika Ómar.

1. lán seðlabankans 2008 var ekki tapað, veðin (hlutur í FIH Bank) voru á þeim tíma góð þó vissulega teldu Geir og Davíð að Kaupþing gæti líklega ekki endurgreitt. þetta kemur mjög skýrt fram í þessu viðtali sem þú vitnar í.

2. Ég hef hvergi séð því haldið fram að Steingrímur hafi af illvilja tapað veðunum. Það hinsvegar liggur fyrir að á hans vakt (næstum 4 ár) gerði Seðlabankinn ekkert við veðið og á meðan  holauðu danskir kaupsýslumenn FIH bankann að innann sem rírði virði hans og olli tjóni. Þetta var alveg pottþétt ekki vilja verk Steingríms eða Más enda eru þeir báðir vélviljandi góðmenni, það dugar bara skammt þegar verið er að fást við forherta kaupsýslumenn. 

Guðmundur Jónsson, 21.11.2017 kl. 09:06

13 identicon

Sjálfstæðismenn eru ekki einir um að skrifa söguna upp á nýtt. Samfylkingin gerir það líka - meðal sinna stuðningsmanna að minnsta kosti. Þá á ég við þá söguskoðun að hrunið var alfarið verk Sjálfstæðisflokks og að Samfylkingin voru "bjargvættur".

Í raun var Samfylkingin (og fyrirrennarinn Alþýðuflokkurinn) meðvirk í nánast öllu því sem Sjálfstæððisflokkurinn gerði í árunum fyrir hrun, og beinlínis samstafsflokkur í hruninu sjálfu.

Svo þegar hrunið átti sér stað, sáu þeir sér leik á borði, slitu stjórn og urðu allt í einu að vinstri sinnuðum byltingarflokk með mótmælaaðgerðuum og tilheyrandi tilburðum. Gerðu stjórn með vinstri grænum og fóru að tala um nýja tíma.

Nýju tímarnir fólust í því að reyna að troða Íslandi inn í ESB þvert á yfirlýsta stefnu samstafsflokksins, bylta stjórnarskránni til að gera það mögulegt, og hlúa að fjármálakerfinu. Svo fór um þessa "vinstribyltingu". Fyrir utan stjórnarskrár- og ESB brölt hefðu xS getað gert nákvæmnlega það sama í samstarfi við xD. Svo þar kemur í ljós til hvers leikurinn var gerður.

Einhverja hluta vegna hrundi fylgið af þeim ín næstu kosningu.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 21.11.2017 kl. 09:12

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009, bls. 4:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi
sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 09:22

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Halla Gunnarsdóttir sem var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, þáverandi heilbrigðisráðherra, þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Það vill svo til að ég sat flokksþing Framsóknar í janúar síðastliðnum [2009] sem blaðamaður Morgunblaðsins."

"Eftir langa umræðu voru greidd atkvæði um ályktun sem lá fyrir fundinum og hún var samþykkt.

Í ályktuninni er skýrt að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu með umboði frá Alþingi.

Hvergi er minnst á tvöfalda atkvæðagreiðslu."

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 09:23

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Rúmlega 90% þingfulltrúa á rúmlega 900 fulltrúa flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti að hefja ætti aðildarumsókn [að Evrópusambandinu]."

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 09:24

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna 3.7.2010:

"Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda.

Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu.

Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið."

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 09:29

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Við greiðum atkvæði um það hér á eftir hvort rétt sé eftir sem áður að láta reyna á í viðræðum hvers konar samningi sé hægt að ná til þess að þjóðin geti að því loknu hafnað honum eða samþykkt hann komi til niðurstöðu," sagði Steingrímur.

Hann sagði að þingmenn Vinstri grænna væri bundnir af engu öðru en sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslunni og bætti við: "Hvorutveggja afstaðan: að vera með því eða á móti, er vel samrýmanleg stefnu flokksins.""

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 09:33

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Í dag var samþykkt á Alþingi að Ísland gengi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Vinstrihreyfingin grænt framboð á þingi klofnaði í málinu.

Nokkrir þingmenn studdu tillögu um tvöfalda atkvæðagreiðslu, það er að fyrst yrði þjóðin spurð hvort hún vildi sækja um aðild og síðan yrði kosið um niðurstöðuna."

"En þótt ég hafi verið þessarar skoðunar hafa aðrir haft allt aðra sýn og viljað láta reyna á hvað við fengjum við viðræðuborð. En þótt ég sé á þessu máli eru margir annarrar skoðunar og vilja láta reyna á í viðræðum hvað við fengjum. Gott og vel, þá gerum við það."

"Er einhver mótsögn í þessu? Nei, ekki nokkur.

Er ég að ganga á bak orða minna gagnvart kjósendum? Nei, þetta hef ég sagt frá því á síðasta ári og í aðdraganda kosninganna."

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 09:36

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingmenn í öllum flokkum greiddu atkvæði með aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu 16. júlí 2009.

Þingmenn Framsóknarflokksins sem greiddu atkvæði með
þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.

Þingmenn Vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:

Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, utan þingflokka.

Sátu hjá:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 09:38

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.11.2014:

"Sann­ar­lega er þetta ljós­ár­um frá því sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lofaði fólkinu í land­inu.

Rúm­lega helm­ing­ur heim­ila fær ekki neitt.

Og inn­an við helm­ing­ur­inn fær að meðaltali rúm­lega 8.000 króna lækk­un af afborg­un á mánuði.

Það er ekki upprisa millistétt­ar­inn­ar, það eru eng­ir 300 millj­arðar og það er ekki 20%."

"Og 30% fara til fólks sem á yfir 25 millj­ón­ir króna í hreinni eign í íbúðarhús­næði sínu."

"Ætl­un stjórn­valda er að láta heim­il­in sjálf borga skuldaniðurfærsl­una með því að lækka lán þeirra um 5% en hækka mat­ar­verð um 5% með hækk­un á matarskatti og með því að lækka vaxta­bæt­ur um 14 millj­arða króna frá því sem var árið 2011."

"Og 30 þúsund heimili á leigu­markaði fá ekki neitt."

Réttlæti á hvolfi

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 09:41

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 23.11.2014:

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 09:46

23 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn var hrunvaldurinn með góðri aðstoð Framsóknar. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við var hrun orðið óhjákvæmilegt.

Þetta gerðu menn sér grein fyrir strax eftir hrun og fékk Samfylkingin gífurlega góða kosningu 2009 þrátt fyrir hrun og samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. En eftir það fór að halla undan fæti hjá Samfylkingunni einkum vegna innanflokksmeina.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.11.2017 kl. 11:00

24 identicon

Bánkarnir átti smá hlut í hrunið !

Merry (IP-tala skráð) 22.11.2017 kl. 11:58

25 identicon

Ein bullar Steini bull,

tví bullar Steini bull,

þrí bullar Steini bull,

fjór..............

immalimm (IP-tala skráð) 22.11.2017 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband