Helgistaður tvennra trúarbragða.

Helgistaðir fleiri trúarbragða en einna eru þekktir víða um lönd. Jerúsalem er eitt þekktasta dæmið. Víkurgarður

En á Íslandi og það meira að segja inni í miðri Reykjavík er slíkt að finna. 

Fróðir menn telja líklegt að þegar Ingólfur Arnarson lét heimilisguði sína, öndvegissúlurnar, fljóta upp í fjöru í Reykjavík, hafi þær verið bornar þaðan inn að væntanlegu bæjarstæði og þar farið fram sérstök helgi- og fórnarathöfn þar sem vígður var friður við landvættina. 

Þegar Ingólfur frétti af drápi Hjörleifs, fóstbróður síns, túlkaði hann þann atburð þannig að þannig færi fyrir trúlausum. Víkurgarður (3)

Með því átti hann við það að Hjörleifur hefði goldið það dýru verði að semja ekki frið við landvættina likt og gert var í Reykjavík. 

Vel má hugsa sér að einu sinni á ári, til dæmis sem liður í Menningarnótt, fari fram athöfn í Víkurgarði til að minnast landnámsins og helgiathafnarinnar vegna þess. 

Bera eftirlíkingar af öndvegissúlunum frá hafnarbakkanum til Víkurgarðs og hafa þær í miðju athafnarinnar. 

Hugsanlega hefur verið heiðinn hörgur þar sem síðar varð kirkjugarður Reykvíkinga fram á 19. öld.Víkurgarður(2) 

Fyrir um 40 árum urðu tímamót með stofnun Torfusamtakanna, sem tókst að bjarga Bernhöftstorfunni frá eyðileggingu, og Varðmenn Víkurgarðsins eru í svipuðum leiðangri. 

Með tilvísan til Torfusamtakanna mætti kalla Varðmenn Víkurgarðsins Grænutorfu samtökin ( samanber orðtakið að vera kominn undir græna torfu) og áhugafólk um björgun garðsins fylltu safnaðarheimili Neskirkju síðdegis í dag til að stilla saman strengi sína til að semja ályktun eða áskorun um að þyrma elsta þekkta helgistað þjóðarinnar, tvennra trúarbragða griðastað. 

Farið var yfir óyggjandi gögn um það, hver spjöll á sögu- og menningarminjum ætti að fara vinna með því að reisa enn eitt hótelið á hinum helga reit, sem þar að auki mun raska stórlega ásýnd og yfirbragði þessa svæðis, þrengja að Alþingishúsinu og koma í veg fyrir að Víkurgarður og Austurvöllur geti myndað grænt griðasvæði i hjarta höfuðstaðarins. 

Umsögn skipulagsfulltrúa er gott dæmi um það hvernig ákafir fylgjendur hótelbyggingarinnar eru í ´mótsögn svið sjálfa sig, jafnvel í sömu álitsgerðinni, eins og sýnt er hér við hliðina. 

 


mbl.is Framkvæmdir stangist á við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú er það sem sagt nýjasti brandarinn að nokkrir gamlir karlar telja bílastæði í Reykjavík vera helgistað.

Þorsteinn Briem, 21.11.2017 kl. 23:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bílastæði var þar sem stækka á Landsímahúsið við Austurvöll um nokkra metra til suðurs.

14.9.2017:

"
Reykjavíkurborg ætlar að kaupa eitt elsta hús borgarinnar, við Aðalstræti 10, á 260 milljónir króna. Þar á að setja upp sýningu um sögu Reykjavíkur.

Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Þar var jafnframt samþykkt að bæta yfirbragð Víkurkirkjugarðs þannig að sýnilegra verði en nú er að þar var löngum kirkjugarður Reykvíkinga og síðar skrúðgarður.

T
engja á Víkurgarð við þá sýningu sem sett verður upp í Aðalstræti 10 og verður opnuð í september á næsta ári.

Auk milljónanna 260 sem fara í að kaupa húsið, sem Minjavernd hefur gert upp, verða 150 milljónir króna settar í sögusýningu og 40 milljónir í að bæta aðgengi fatlaðra og salernisaðstöðu.

Ráðist verður í skipulagssamkeppni um Víkurkirkjugarð í samráði við Minjavernd.

Þar á að gera sögunni hátt undir höfði á sama tíma og garðurinn verður nýttur á fjölbreyttan hátt, segir í tilkynningu frá borginni.

Deilur hafa risið um framkvæmdir við hótel við enda Víkurgarðs, ekki síst þar sem á hluta lóðarinnar fundust minjar sem sýndu að kirkjugarðurinn hefði náð lengra en áður var talið.

Umsjónarmaður fornleifarannsókna sagði að röskun fornminjanna hefði verið svo mikil að ekki væru forsendur fyrir því að stöðva framkvæmdir þar."

Bílastæði var á þessu litla svæði fyrir sunnan Landsímahúsið og búið að raska því sem undir því var áður en framkvæmdir hófust við að stækka húsið um nokkra metra til suðurs.

Þorsteinn Briem, 22.11.2017 kl. 00:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Áttu við að konurnar, sem voru á fundinum, hafi ekki verið fólk?

Ómar Ragnarsson, 22.11.2017 kl. 00:12

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er sem sagt besta ráðið til að bæta skaða að valda enn meiri skaða?

Ómar Ragnarsson, 22.11.2017 kl. 00:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fornleifauppgröftur hefur farið fram á bílastæði Landsímahússins gamla við Kirkjustræti.

"Forn­leifa­upp­gröft­ur hef­ur farið fram á bíla­stæði Landsíma­húss­ins." (mbl.is 12.10.2017)

Þorsteinn Briem, 22.11.2017 kl. 00:20

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það eru ósambærilegar framkvæmdir að leggja bílastæði eða grafa djúpan grunn niður á fast fyrir hóteli. 

Ómar Ragnarsson, 22.11.2017 kl. 00:25

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.5.2016:

"
Vala Garðars­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur, sem hef­ur um­sjón með rann­sókn­inni á Lands­s­ímareitn­um, seg­ir umræðuna um upp­gröft­inn á villi­göt­um."

"Stærsti mis­skiln­ing­ur­inn, að sögn Völu, er sá að verið sé að grafa í Fógetag­arðinum.

"Það er ekki rétt. Rann­sókn­in tek­ur al­farið til svo­kallaðs Lands­s­ímareits sem er í eigu Lind­ar­vatns ehf., sem kost­ar þessa rann­sókn.

Það er líka rangt að það vanti öll minn­ing­ar­mörk í Fógetag­arðinn, þau eru fjög­ur þar í miðjum garðinum, en eitt veg­leg­asta minn­ing­ar­merki um þá sem í garðinum hvíla var tekið niður og fjar­lægt árið 1967 þegar viðbygg­ing Lands­s­íma­húss­ins var gerð.

O
g sú fram­kvæmd hafði í för með sér að yngsti hluti kirkju­g­arðsins var fjar­lægður, þar sem jarðvegs­skipti voru höfð niður á fast.

Það er mik­il­vægt að halda því til haga að við beit­um að sjálf­sögðu vís­inda­leg­um aðferðum til hins ýtr­asta, enda rann­sóknar­upp­gröft­ur þó svo að í kjöl­farið verði hér byggt.

Ég fer með rann­sókn­ar­leyfið við þenn­an upp­gröft og vinn sam­kvæmt gefnu leyfi Minja­stofn­un­ar og í góðri sam­vinnu við hana.

H
efði verið ástæða til að grípa inn í þenn­an upp­gröft væri Minja­stofn­un búin að gera það.

Ég vil því ít­reka að hér er því miður búið að raska all­veru­lega þeim sem hér hvíldu með fyrri fram­kvæmd­um.

Menn verða að horf­ast í augu við þá staðreynd
og beita þá kröft­um sín­um og tíma í að til dæmis end­ur­gera þann minn­ing­ar­vegg sem stóð í Fógetag­arðinum í 35 ár áður en hann var rif­inn niður 1967 og sýna þá í verki þann hug sem fylg­ir máli að virða minn­ingu þeirra sem voru jarðsett­ir í Vík­urg­arði," seg­ir Vala Garðarsdóttir."

Umræðan er á villigötum, segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur sem hefur umsjón með rannsókninni á Landssímareitnum

Þorsteinn Briem, 22.11.2017 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband