Hvað þýðir "af eða á"? Springur - springur ekki?

Orðalagið "nei eða já, - af eða á" í einu af söngvakeppnislögunum hér um árið ber með sér blæ af öðru orði, sem Katrín Jakobsdóttir notar aftur og aftur þessa dagana: "Áhætta."

Einhver myndi orða þetta þannig, að orðalagið benti til þess að viðræðurnar héngu á bláþræði jafnvel þótt unnið sé hörðum höndum að því að klára þær. 

Það minnir svolítið á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður undir forystu Ólafs Thors voru í mikilli óvissu 1944 þegar svo virtist sem meirihluti Alþýðuflokksmanna gætu ekki hugsað sér að vinna með kommúnistum. 

Ólafur "fiffaði" þá lausn, eftir því sem hann greindi frá síðar, með því að gangast fyrir því að hér á landi yrði tekið upp svo gott almennatryggingakerfi, að það yrði jafnvel það besta í heimi. 

Engu að síður var afar mjótt á mununum hjá krötum, og formaðurinn sat hjá í innanflokksatkvæðageiðslu um málið. 

Þess vegna sér maður Katrínu í anda sitja með blómvönd í hendi og plokka blómin út eitt og eitt með orðunum:  "Elskar mig - elskar mig ekki - elskar mig - elskar mig ekki...", 

eða

"springur - springur ekki - springur - springur ekki..." 


mbl.is Katrín: Línur við það að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrínar og Bjarna barn,
bráðum kemur undir,
æði kalt þó undir hjarn,
engar grænar grundir.

Undir verður alltaf hjarn,
ekkert kemur vorið,
engra það er óskabarn,
út það verður borið.

Þorsteinn Briem, 26.11.2017 kl. 20:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ansi Katrín er nú stutt,
ekkert grey þó skarnið,
helvítið hann Hjölli Gutt,
hann á bara barnið.

Þorsteinn Briem, 26.11.2017 kl. 20:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörg nú eru málin brýn,
má sjá bakvið tjöldin,
fýsir því í freyðivín,
fokin öll nærhöldin.

Þorsteinn Briem, 26.11.2017 kl. 21:57

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stjórnarmyndun er mannanna verk 

og margvísleg fórnin. 

Hún keppir að því að koma inn sterk,  

Kampavínsstjórnin. 

Ómar Ragnarsson, 26.11.2017 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband