Draumur Halldórs Jónssonar: Stórflokkastjórn fyrir minnihluta kjósenda.

Sumir heitir stuðningsmenn sjálfstæðistefnunnar og lýðræðis í orði setja fram skoðanir, sem eru allt aðrar á borði.

Þannig virðist Halldór Jónsson, einn hörðustu talsmanna hina bláustu í Sjálfstæðisflokknum mestan áhuga á því að atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum vegi ekki aðeins miklu þyngra en nemur kjósendafylgi, heldur geti það beinlínis stuðlað að því að allt að þriðjungur kjósenda fái engan mann kjörinn. 

Það lýsir sérkennilegri umhyggju fyrir frelsi kjósenda og lý8ræði. 

Tvívegis á skömmum tíma eftir kosningarnar hefur Halldór sett fram kröfu um að svonefndur "þröskuldur" atkvæða verði minnst 8%, eða sá lang hæsti í Evrópu, ef ekki heiminum öllum. 

Með 8 prósent þröskuldi telur Halldór að því göfuga markmiði verði náð að enginn þingflokkur verði minni en fimm menn. 

Þá gleymir hann því að oft hefur það komið fyrir að þingflokkar hafa klofnað og oft í raun skiptst í tvo hluta. 

Nú liggur til dæmis ekki fyrir hvort 33 eða 35 muni styðja nýja þriggja flokka ríkisstjórn, vegna þess að tveir þingmenn Vg skárust úr leik strax þegar hugmyndin kom upp. 

Ef setja á fyrir svona leka þyrfti að gera það, sem stungið var upp á á fundi með áhugafólki um nýjan flokk fyrir kosningarnar 2009, að þingmenn komandi flokks fengju ekki að vera í framboði nema að sverja fyrst hollustueið varðandi það að fylgja ávallt flokkslínunni. 

Þótt ég væri ekki aðili af þessu framboði, var ég staddur þarna þegar þessi tillaga var reifuð, og benti fundarmönnum á, að með þessu yrði verið að setja komandi þingmenn í ómögulega stöðu, því að þeir væru einmitt skyldir til þess að sverja eið að stjórnarskránni og þar með því að fara aðeins að sannfæringu sinni en engum fyrirmælum flokka eða utanaðkomandi afla. 

Þar að auki hefði reynslan af því þegar öflugasta þjóð Evrópu valdi sér svonefndan einvaldan foringja á fjórða áratug síðustu aldar hefðu flokksmenn og hermenn allir orðið að sverja honum hollustueið. 

Vel væri kunnugt hverjar afleiðingarnar af þessu hefðu orðið. 

Í kosningunum 2013 og 2016 munaði litlu að allt að 13 prósent atkvæða hefðu fallið dauð niður vegna þess að 5% þröskuldur væri sá hæsti í Evrópu. 

Ef svona hefði farið, hefði hvert atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum fengið 13% meira vægi en ella og flokkurinn tveimur til þremur fleiri þingmenn en sem svaraði hlutfallslegu fylgi hans. 

Vel er hugsanlegt að upp kæmi sú staða, að fimm flokkar fengju 4 til 7,5 prósent hver, eða alls um 30 prósent, sem öll féllu dauð niður. 

Með því yrðu ekki aðeins eyðilögð atkvæði sem svaraði öllum kjósendum í Reykjavík, heldur myndu atkvæði greitt flokkunum, sem kæmust yfir þröskuldinn, fá 30% meira vægi en ella, og til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn fá fimm til sex þingmönnum fleiri en ella. 

Og ef slíkt hefði gerst í síðustu kosningum hefði ekki þurft að hafa Framsókn með í þeirri stjórn sem nú er stefnt í að mynda. Sjallar og Vg með um 40% fylgi hefðu getað myndað stjórn þótt um 60% kjósenda hefðu aðra flokka. 

Og flokkseigendum í Sjálfstæðisflokknum hefði orðið að þeirri ósk sinni að kjósendur "undanvillinganna" í Viðreisn hefðu verið í raun sviptir atkvæðum sínum. 

Það er sérkennilegt að menn, sem eru eldheitir fylgjendur sjálfstæðisstefnunnar með einstaklingsfrelsi og lýðræði að leiðarljósi falla fyrir þeirri freistingu að predika stefnumál, sem miðar eingöngu að því að mismuna kjósendum til þess að þjóna þrengstu flokkpólitískum hagsmunum stærstu flokkanna en svipta kjósendum minni flokka lýðræðislegum réttindum.  

Það er engin bót í máli þótt lagt bent sé á að kjósendur geti nú orðið fylgst svo vel með skoðanakönnunum, að þeir geti vinsað úr þá flokka sem séu öruggir með að fá vel yfir átta prósent atkvæða. 

Þar með yrðu skoðanakannanir gerðar að aðalatriðinu en kosningarnar sjálfar bjagaðar eem allra mest stóru flokkunum í hag. 

 

 


mbl.is Töluverð uppstokkun á skattkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er n´kvæmlega það sem þarf að ske. Smáflokkakraðakið þarf að hverfa. Hversu betra hefði ekki verið ef  Viðreins og Björt Framtíð   hefðu alldrei komist  á þing. Þeir hefðu bara ekki hloitið nægilegt fylgi i kosningunum 2016 . þeim kjósendum sem greiddu þessum tilgangslausu framboðum  atkvæði sætu bara uppi með það sem lærdóm. Það þarf að skipuleggja stjórn lýðveldisins alveg einsog stjórn fyrirtækja, það þýðir ekki að hafa sífelldar atkvæðagreiðslur út og suður. Það þarf skipulagða stjór nmálaflokka til að stefna að marki sem skilgreint er í stefnuskrám og stjórnarsáttmálum. Þannig er hægt að vinna að því að kjósendur fái það sem þeir kjósa en ekki fá sífellda moðsuðu og hrossakaup í sinn hlut eftir kosningar eins og við erum að upplifa núna. Þessi núverandi niðurstaða 3.flokka er þó skömminni skárri en fimmflokka drullumall eins og annars hefði stefnt í með ykkur krötunum og píratavitleysingunum. En þið kratar hefðu verið tilbúnir að kaupa þá hvaða verði sem var. Nema þið sprengið og sprengið hv enær sem þið sjáið færi á og ykkur er aldrei treystandi þessvegna sbr.hvernig þið flúðuð umsifalaust í hruninu en reynduð ekkert til að hjálpa þjóðinni.

Halldór Jónsson, 29.11.2017 kl. 21:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu ert þú sjálfur ekki fífl og vitleysingur, Halldór Jónsson.

Hvern andskotann hefur þú og Davíð Oddsson Hádegismóri gert fyrir þjóðina?!

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 23:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 23:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2008 (fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008):

Íslendingar skulda mest í heimi

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 23:20

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja í árslok 2008 voru að sögn Ríkisskattstjóra 22.675 milljarðar króna, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.

20.8.2009:

"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008] en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%."

Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 23:23

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 23:24

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 23:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 23:26

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár."

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 23:28

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 23:29

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 23:30

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.11.2014:

"Sann­ar­lega er þetta ljós­ár­um frá því sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lofaði fólkinu í land­inu.

Rúm­lega helm­ing­ur heim­ila fær ekki neitt.

Og inn­an við helm­ing­ur­inn fær að meðaltali rúm­lega 8.000 króna lækk­un af afborg­un á mánuði.

Það er ekki upprisa millistétt­ar­inn­ar, það eru eng­ir 300 millj­arðar og það er ekki 20%."

"Og 30% fara til fólks sem á yfir 25 millj­ón­ir króna í hreinni eign í íbúðarhús­næði sínu."

"Ætl­un stjórn­valda er að láta heim­il­in sjálf borga skuldaniðurfærsl­una með því að lækka lán þeirra um 5% en hækka mat­ar­verð um 5% með hækk­un á matarskatti og með því að lækka vaxta­bæt­ur um 14 millj­arða króna frá því sem var árið 2011."

"Og 30 þúsund heimili á leigu­markaði fá ekki neitt."

Réttlæti á hvolfi

Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband