1.12.2017 | 15:37
Bjarni á enn langt í Eystein.
Tveir Alþingismenn voru þausætnir í ráðuneytum sínum hér á árum áður.
Gylfi Þ. Gíslason var menntamálaráðherra samfleytt í fimmtán ár, 1956 til 1971 í vinstri stjórn og síðan í hægri stjórn. Þausætnasti fjármálaráðherra Íslandssögunnar var Eysteinn Jónsson, 1934-1942, og 1947-1958 í fimm ríkisstjórnum af öllu tagi, alls í næstum 19 ár.
Það hjálpaði Eysteini að hann var aðeins 27 ára þegar hann varð fyrst ráðherra.
Bjarni Benediktsson á því býsna langt í Eystein, en það er þó aldrei að vita.
Bjarni fékk sömu lyklana aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjarni Benediktsson er eins og stór Rauða kross spilakassi og mjaltavélmenni gæti auðveldlega leyst Sigurð Inga Jóhannsson af hólmi án þess að Íslendingar almennt tækju eftir því.
Gömlu mörlensku stjórnmálamennirnir voru hins vegar karakterar sem að kvað og gaman var að herma eftir mörgum þeirra.
Þorsteinn Briem, 1.12.2017 kl. 17:21
Eysteinn var fjármálaráðherra 1934-1939 og 1950-1958, 13 ár.
Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 1.12.2017 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.