Göring gerði þetta líka og Powers átti að gera það. Blásýra í Ölfusi.

Hermann Göring var heróinfíkill en þó næst æðsti valdamaður Þýskalands, næstur á eftir Adolf Hitler. 

Hann féll í ónáð hjá Foringjanum nokkrum dögum fyrir lát hins síðarnefnda, hélt að hann gæti samið við Vesturveldin um að fara gegn Sovétmönnum. 

En Hitler hafði taldi landráð að leita friðarsamninga, - hafði einmitt hafist til valda með því að lofa: "Aldrei aftur 1918!", aldrei aftur friðarsamninga. 

Með þessari þrákelkni olli hann dauða milljóna manna sem fórnað var til einskis. 

Göring iðraðist einskis og reifst við dómarana í stríðsglæpadómstólnum í Nurnberg. 

Að lokum sneri hann á böðla sína rétt áður en færa skildi hann til hengingar, hafði í fórum sínum blásýrutöflu og gleypti hana. 

Þegar Gary Powers flaug á U-2 njósnaþotu yfir Sovétríkin til myndatöku, hafði hann fyrirmæli um að láta ekki ná sér lifandi ef hann yrði skotinn niður. 

Hann gerði það ekki, og hafði ef til vill ekki ráðrum til þess, en fékk skömm í hattinn hjá sínum yfirboðurum. 

Eisenhower forseti hélt hins vegar að óhætt væri að þræta fyrir tilvist njósnavélarinnar, en varð að éta það ofan í sig og varð það hneisa fyrir hann, svona rétt áður en hann léti af embætti, þvi að Powers náðist lifandi og nógu mikið heillegt af þotunni til þess að ekki var hægt að þræta. 

Viðbrögð Krústjofss voru að lýsa yfir trúnaðarbresti við fyrrum bandamann í Seinni heimsstyrjöldinni og láta fyrirhugaðan fund æðstu manna stórveldanna fara út um þúfur. 

Lauk þar með svonefndri þíðu á milli risaveldanna og krumla Kalda stríðsins læstist um sambúð risaveldanna með Berlínarmúr og Kúbudeilu næstu tvö árin.

Í mínu ungdæmi var leikrit sem hét "Blúndur og blásýra" eftir Joseph Kesselring leikið víða.

Ekki veit ég nánar um efni þess, en rámar í svartan húmor á bak við heitið, raunar hreinan gálgahúmor ef örlög Görings eru höfð í huga.

Þegar ég gúgla heitið sé ég að Leikfélag Ölfuss sýni þetta leikrit í janúar í nýrri þýðingu Karls Ágústar Úlfssonar. 

Gæti verið komandi janúar en kannski er þetta gömul frétt, sem dúkkar upp. 

 

 

 


mbl.is Blásýra varð Praljak að aldurtila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Þau leikhúsfífl og trúðar sem stóðu að
sýndarréttarhöldunum í Nurnberg lögðu sjálfir fram
tölur um mannfall í Auschwitz.

Talan sem gefin var upp af sigurvegurunum sjálfum
innihélt jafnt þá er látist höfðu vegna vosbúðar,
berkla eða annarar kramar.

Alls voru þetta um 315.000 í Auschwitz.

Svo mætti kannski bæta við þeirri staðreynd
að Þýzkaland barðist ekki við sjálft sig!

Húsari. (IP-tala skráð) 2.12.2017 kl. 05:16

2 identicon

Leikritið heitir á úttlenzku: Arsenic and Old Lace, í kvikmyndinni lék Cary Grant aðalhlutverkið ca. 1940. Tvær gamlar frænkur hans fyrirkomu einhverjum nágrönnum. Hef aldrei haft þolinmæði til þess að horfa á myndina til enda, þótt ég sé aðdáandi Carys Grants.

Jakob (IP-tala skráð) 2.12.2017 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband