Svandís gæti orðið til taks.

Það hefur komið fyrir að umhverfisráðherra hafi vikið sæti þegar kveða þurfti upp úrskurð í erfiðu og umdeildu virkjanamáli. 

Það var þegar kveða þurfti upp úrskurð um svonefnda Norðlingaölduveitu, en sú virkjun hafði áhrif á Þjórsárve og hefði átt að heita Þjórsárfossavirkjun vegna þess að í raun átti að taka vatn af þremur stórfossum ofarlega í Þjórsá og veita Þjórsá austur í Þórisvatn. 

Siv Friðleifsdóttir taldi sig vanhæfa til að kveða upp úrskurðinn vegna ummæla um Þjórsárver, sem hún hefði látið falla, að manni skildist. 

Jón Kristjánsson tók lokameðferð málsins að sér og reyndi eins og hann gat að milda áætlanir Landsvirkjunar, sem var í raun ekki hægt. 

Nú heitir sams konar hugmynd Kjalölduveita og er jafn misvísandi og Norðlingaölduveita var. 

Ef virkjanasinnar reyna að bregða fæti fyrir Guðmund Inga Guðbrandsson á þeim forsendum að vegna mikillar þekkingar sinnar á málum, sem koma á borð hans, kunni hann að vera vanhæfur í einhverju tilteknu máli, þarf ekki að fara langt til að finna annan ráðherra til að fara í það mál, sem var umhverfisráðherra á árunum 2009 til 2013. 

Það er Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. 


mbl.is Pólitískur ráðherra, ekki fagráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Ef Trotský er vanhæfur er kallað á Lenín.

Ívar Pálsson, 3.12.2017 kl. 23:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að Sjálfstæðisflokkurinn vildi endilega vera í ríkisstjórn með Vinstri grænum.

Þorsteinn Briem, 3.12.2017 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband