7.12.2017 | 00:46
Hvað um Spánverjamorðin og Drekkingarhyl?
Árið 1615 var eins og morðæði rynni á Ara sýslumann í Ögri og menn á hans vegum, sem murkuðu lífið úr tugum spanskra sjómönnum vestur á fjörðum.
Þótt langt sé um liðið og sumir telji, að núlifandi Íslendingar geti ekki á neinn hátt aðhafst neitt varðandi það sem löngu dauðir Íslendingar hafi gert, eru þessi dráp blettur á sögu íslensku þjóðarinnar.
Það að auki þykir rétt að hafa í hávegum og mæra mjög jákvæð verk löngu genginna kynslóða, svo sem kristnitöku og stofnun Alþingis.
Og vel að merkja: Við umgöngumst Þingvelli eins og helga jörð æ síðan, samanber nýlega athöfn Alkirkjuráðsins þar, en höfum ekki enn gert neitt til að reisa við æru þeirra kvenna sem drekkt var í Drekkingarhyl eða biðjast á neinn hátt afsökunar á því að sá ljóti blettur skyldi vera látinn falla á hinn helga stað.
Mikill þrýstingur hefur verið á Tyrki að viðurkenna þjóðarmorð þeirra á Armenum í Fyrri heimsstyrjöldinni, og hafa vestrænar kristnar þjóðir hneykslast réttilega á því, þótt þeir sem að því stóðu séu ekki lengur í lífi.
En þá gæti verið íhugandi að líta í eigin barm.
Vill að Bretar biðjist afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.