Þungamiðja tilverunnar í borg sláturhúsanna.

Um ævina hef ég gist og borðað heima hjá mörgu fólki víða um land og víða um heim vegna starfa minna, sem hafa byggst á ferðalögum, til dæmis til skemmtana Íslendingafélaga. 

Eitt heimilið var eftirminnilegast, í Chicago, hjá konu af íslenskum ættum, sem var gift Bandaríkjamanni. 

Það fór ekki aðeins á milli mála að þau byggju í borg, sem var stundum kölluð borg sláturhúsanna, heldur ekki þau miklu áhrif sem mataræðið hafði á fjölskyldulífið. 

Þau voru greinilega vel stæð og það var nánast hátíðamatur í hvert mál sem bar þess merki hvílíkt úrval var af matföngum í þessari borg. 

Umræðuefni fjölskyldunnar var ekki aðeins matur og aftur matur, og ekki aðeins verið að rökræða, hvað ætti að vera í matinn í kvöld, heldur líka marga daga fram í tímann og þar með hvaða mataruppskriftir skyldi nota. 

Fjölskyldufaðirinn bar það utan á sér og í öllu fasi og líferni hve ljúft og "easy" lífið skyldi vera, stór amerískur kaggi, dýrasta gerð af Buick, stóð upp við útidyrnar svo að ekki þyrfti að rogast með líkamsþyngdina mörg skref, og allt miðaðist við að njóta lífsins lystisemda í smáu og stóru.

Mér er sérstaklega minnisstætt hve þáttur maísbauna í alls kyns uppskriftum var. 

Þessi maður og nokkrir aðrir landar hans voru eins "american" og hugsast gat, neyslunautnin var í botni á öllum sviðum. 

Hann varð ekki langlífur, blessaður, og hefði vafalaust getað lifað lengur ef hann hefði hugsað betur um afleiðingar mikils hóglífis og kyrrsetu. 

 

 


mbl.is Drakk bara vatn í heila viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Lífið er ekki flóknara en það; éta, drekka, skíta og míga og sofa inni á milli gjörða.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.12.2017 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband