Tregðan í kulda ísmassans.

Tregða í massa íss sést vel þegar flogið er yfir Ísland á vorin og haustin. Í flugi yfir sunnanvert hálendið um daginn voru ýmis vötn á hálendinu enn auð, þótt búið væri að vera frost í nokkrar vikur. Súkka Fox á Bárðarbungu 

Á vorin leysir ísa yfirleitt ekki af stórum vötnum og miðlunarlónum eins og Þórisvatni og Hálslóni fyrr en um tveimur vikum eftir að hitinn kemst upp fyrir frostmark. 

Þegar eldgos var hafið í Gjálp tók það sjóðheita kvikuna sólarhring að bræða nokkur hundruð metra þykkan jökulskjöldinn yfir sér áður en gosmökkurinn braust upp og stóð mörg þúsund metra upp í loftið. 

Það þurfti marga mánuði til að jarðhitinn í brún Bárðarbungu bræddi lóðrétt gat á ísinn, á annað hundra metra djúpt

Sigketillinn á Öræfajökli á vafalaust eftir að dýpka áfram, og ef hitinn undir eykst, kann hugsanlega með tímanum að myndast þar svpað lón og sjá má í Kverkfjöllum. 

Það verður jafn athyglisverð breyting á útliti jökulsins og götin tvo á Bárðrbungu eru orðin, en þegar þau sáust fyrst um mánaðamótin ágúst-september var það ótrúleg breyting í huga þess sem hefur margsinnis ekið þangað áhyggjulaus á jöklajepp en myndin er einmitt tekin í einni af slíkum ferðum.  

,  


mbl.is Dýpkaði um rúma 20 metra á 9 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara gið besta mál ef öræfajökull gýs eru minni lýkur á sveppa skýi sem ríkur síðan niður hlíðarnar minni hætta í bárðarbungu þar sem sprínga æðaðar en minna um gjóskugos 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.12.2017 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband