11.12.2017 | 19:23
Framför, en ekki má vanrækja "heimahleðslu."
Hraðhleðslustöðvar eru nauðsynlegar ef rafbílar eru notaðir utan þéttbýlis, og stöðvarnar, sem verið er að setja upp, eru mikið framfaraspor.
Þó virðast Vestfirðir verða alveg útundan á næstu misserum, því að frá Staðarskála til Ísafjarðar eru 334 kílómetrar og frá Búðardal til Ísafjarðar um 300 kilómetrar.
En þrátt fyrir hraðhleðslustöðvarnar eru þær ekki nothæfar eingöngu, því að í þeim fást aðeins 80 prósent fullrar orku rafhlapnanna.
Með vissu millibili verður að hlaða hvern rafbíl rólega upp í topp á venjulegan hátt með "heimarafmagni", t. d. á tveggja vikna fresti, annars missa rafhlöðurnar hæfni sína til að geyma orku.
Á rafbílnum, sem ég er kominn á, tekur níu klukkustundir að hlaða rafhlöðina frá lægstu leyfilegu stöðu upp í topp, og möguleikar til að hlaða bíla við fjölbýlishús eru mjög takmarkaðir.
Hraðhleðslustöðvum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.