Framför, en ekki má vanrækja "heimahleðslu."

Hraðhleðslustöðvar eru nauðsynlegar ef rafbílar eru notaðir utan þéttbýlis, og stöðvarnar, sem verið er að setja upp, eru mikið framfaraspor. DSC00152

Þó virðast Vestfirðir verða alveg útundan á næstu misserum, því að frá Staðarskála til Ísafjarðar eru 334 kílómetrar og frá Búðardal til Ísafjarðar um 300 kilómetrar. 

En þrátt fyrir hraðhleðslustöðvarnar eru þær ekki nothæfar eingöngu, því að í þeim fást aðeins 80 prósent fullrar orku rafhlapnanna.

Með vissu millibili verður að hlaða hvern rafbíl rólega upp í topp á venjulegan hátt með "heimarafmagni", t. d. á tveggja vikna fresti, annars missa rafhlöðurnar hæfni sína til að geyma orku. 

Á rafbílnum, sem ég er kominn á, tekur níu klukkustundir að hlaða rafhlöðina frá lægstu leyfilegu stöðu upp í topp, og möguleikar til að hlaða bíla við fjölbýlishús eru mjög takmarkaðir.  

 


mbl.is Hraðhleðslustöðvum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband