Frábært framtak og ekki seinna vænna. "Gætum fossa og flúða...!"

Umræðan um "Hjarta landsins", stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands, hefur að sönnu verið afar mikilvæg. hjarta-vestfjarda

En þegar litið er á landakort sést, að Ísland er í raun tvær eyjar sem tengjast með aðeins sjö kílómetra breiðu hafti á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar. 

Minni eyjan er Vestfjarðakjálkinn, sem er með einum jökli í hjarta þessa landshluta og býr yfir fágætum ósnortnum víðernum. 

Þegar farin var ferð á litlu vespuvélhjóli á fjórum dögum í trúbador kynningar- og hljómleikaferð til að kynna safnplötuna Hjarta landsins í sumar, var ferðin ekki hringferð, heldur frekar "áttuferð" þar sem stafurinn átta var búinn til úr tveimur hringjum, sem farnir voru í 2000 kílómetra rykk, fyrst stóri hringurinn og síðar Vesfjarðahringurinn. DSC00138

Það var til að minna á að það er til annað hálendi en miðhálendið, hálendi Vestfjarða.

Það er dásamlegt framtak hjá Tómasi Guðbjartssyni og Ólafi Má Björnssyni að gefa út Fossadagatalið 2018 og Fossabæklinginn.   

Flest erindin í laginu "Hjarta landsins" eiga við Vestfjarðahálendið, allt frá upphafserindinu: 

 

"Gætum garðsins, 

yndisarðsins

og unaðar mannsins!

 

Gætum fossa og flúða

með fegursta regnbogaúða, 

sem bylgjast um bergrisa prúða

og breiður af rósanna skrúða!"....

 

Einn af fossunum, sem á að drepa með Hvalárvirkjun, er rétt ofan við bæjarhúsin í Ófeigsfirði og sést frá veginum þangað, sjá mynd sem ég hyggst setja hér inn. DSC00022

Og tvö af helstu örnefnunum í þessu fossafjallendi minna á þá nautn sjónar og heyrnar, sem það býður upp á með því sem Þorsteinn Erlingsson kallaði "fossaróminn" þegar hann var fjarri fósturjarðar strondum, staddur á Sjálland, og orti: 

 

"Þá væri Sjáland sælla hér, - 

sumarið þitt og blómin, -

ef þú gætir gefið mér 

gamla fossaróminn."

 

Jóna Hallgrímsson orti líka einu sinni um áhrif nærliggjandi jökuls á sig, þar sem hann naut náttúrunnar, kyrðar og friðar á víðernum Arnarvatnsheiðar, þar jökullinn líkt og stendur vörð um víðernin: 

 

"Á enginum stað ég uni

eins vel og þessum, mér. 

Ískaldur Eiríksjökull

veit allt sem talað er hér."

 


mbl.is Fossadagatalið rýkur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband