15.12.2017 | 00:00
Minnti á gamla takta forðum daga.
Líklega hefur ræða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í umræðunum á Alþingi í kvöld verið einhver besta frammistaða hennar á því sviði á ferli hennar.
Hún hefur þetta eins og stundum er sagt.
Ekki aðeins efnistökin, heldur ekki síður flutningurinn kveikti að minnsta kosti leiftur minninga frá þeim tímum þegar faðir hennar heitinn átti eftirminnilega spretti í framsögn og flutningi svo að enn yljar um hjartarætur að minnast þess.
Stjórnarmyndunarviðræðurnar Hungurleikar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.