Skautað létt yfir flókið mál.

Það er hálf fáfengilegt þegar leikmenn fella harða dóma yfir jafn flóknu kerfi og heilbrigðiskerfið er.

Þó vitum við að til þess að við séum samkeppnisfær við nágrannalöndin þurfum við að eiga að minnsta kosti eitt stórt og fullkomið hátæknisjúkrahús vegna þess, að mörg af nýjustu og öflugustu tækjunum og lyfja- læknismeðferð af nýjustu gerð, eru firnadýr og þar að auki hraðfjölgar elsta fólkinu í landinu. 

Og vitað er, að reisa á með bútasaumi fokdýrt sjúkrahús á áratuga gömlum forsendum í stað algerlega nýs sjúkrahúss, sem er hannað frá grunni til þess að bjóða upp á hagfellda og árangursríka heilbrigðisþjónustu, sem stenst samaburð við slík sjúkrahús erlendis, svo sem sjúkrahúsið í Osló. 

Að öðru leyti þarf að leita til færustu erlendra sérfræðinga í þessum málum til að endurskipuleggja kerfið frá grunni, en ekki aðeins að leita til sérfræðinga í "bútasaumi" eins og gert hefur verið hingað til. 


mbl.is „Feginn að þú ert ekki forstjóri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband