Hvar standa flugvirkjar erlendis í samanburði við aðrar stéttir?

Ótal dæmi eru um það úr flugsögunni, að ein flugvirkjamistök, sem jafnvel virtust smávægileg, kostuðu tugi eða jafnvel hundruð mannslífa. 

Svipað má segja um flugmenn og há laun þessara stétta markast meðal annars af þessari gríðarlegu ábyrgð og tal um "fordæmi" gagnvart öðrum stéttum, sem ekki hafa þessa sérstöðu, getur því verið ómálefnalegt. 

Það vantar alveg í umræðuna hér á landi upplýsingar og samburð á kjörum flugvirkja hér á landi og erlendis og hver staða flugvirkja sé í samanburði við aðrar stéttir séu. 


mbl.is „Þeirra er ábyrgðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er verið að slítast hér um 2.500kr á tímann. Verkamaður í byggingarvinnu hefur svipaða upphæð í grunnlaun og líklega hærra í vinnuaflsskortinum hér á landi. Krafan er 3000 kall á tímann, sem er um helmingi minna en rafvirkjar og píparar taka. Ég held að fólk ætti að reikna áður en það bölvar flugvirkjum. Þetta eru lúsarlaun. 20.000 á dag fyrir vinnu sem krefst persónulegrar ábyrgðar og gríðarlegrar þekkingar. Líf okkar er álíka mikið í lukum þessa fólks eins og flugmanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2017 kl. 00:04

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvernig væri að tölur, raunverulegar tölur, væru kynntar, svo hægt sé annað tveggja að stökkva upp á nef sér í vandlætingu, eða hreinlega styðja þá sem berjast fyrir bættum kjörum? 

 Um hvað snýst andskotans málið? 

 Fjölmiðlar á Íslandi eru drulla, þegar kemur að upplýstri umræðu og upplýsingaveitu til almennings.

 Drullist til að flytja fréttir, með upplýsingum um allar hliðar, eða hjakkið áfram eins og fávitar með á Mörtu smörtu kjaftæðinu og appelsínuhúðinni á lærunum á Söru Jessicu andskotans Parker!

 Fréttamennska? Sú mí if jú læk, en fjölmiðlar eru að gera feitt í jólabrókina sína þetta árið. Frostaveturinn 1918 bliknar í samanburði við aumingjagang hérlendrar fréttamennsku, þessi dægrin.

 Þvílíkur skítahaugur. (Fréttamennskan, það er.)

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.12.2017 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband