"Þegar jörðin þiðnar, koma ormarnir upp."

Þetta er sígilt rússneskt máltæki, sem ég þreytist seint á að nota,  sprottið úr veruleikanum á sléttum Rússlands, sem þiðna á vorin eftir frost vetrarins, verða viða aftur að svaði í haustrigningum og frjósa síðan í frera þegar rússneski veturinn læsir krumlum sínum í allt. 

Máltækið komst á flug þegar Gorbatsjof hleypti glasnost og perestroiku lausum og ormarnir, sem komu upp úr þiðnaðri jörð, voru einkavæddir olígarkar kommúnismans og nýríkir kapítalistar og gangsterar. 

Hrun kommúnismans var að vísu óhjákvæmilegt og kærkomið, en neikvæðu hliðarnar komu líka í ljós. 

Með tilkomu hinna svonefndu samfélagsmiðla og gegnumstreymi þeirra um allt yfirborð þjóðfélaga heimsins urðu til miklir möguleikar fyrir upplýsinga- og umræðuþjóðfélag 21. aldarinnar en jafnframt hafa sprottið upp fyrirbrigði, sem fólk hafði ekki hugmynd um að væru til, harðsvíruð illgirnisumræða og svonefndir netdólgar. 

Þarna fannst farvegur til útrásar flóðbyljgu á þessu sviði,fyrirbæris, sem auðvitað hafði alltaf blundað undir niðri líkt og miltisbrandur. 

Og þess vegna kannski ekki mikið verra en baktalið og baknagið hafði verið áður.  


mbl.is Horfurnar dökkar fyrir Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband