Miðflokkshrossið vinsælasta dýrið?

Þegar Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var stofnaður í haust, vakti hesturinn í merki flokksins mikið umtal og athygli. Miðflokks hrossið

Þykir sumum stelling hans minna á stellingu fáka sumra stórmenna fyrri tíðar eins og Napóleons, og sakna menn þess að Simmi skuli ekki sitja hestinn í flokksmerkinu. 

Miðað við umræðuna gæti þessi hestur orðið hestur ársins 2017, vinsælasta dýrið. 

Hesturinn varð eins og vænta mátti vegna stöðu hans í stjórnmálum, Ragnari Inga Aðalsteinssyni hugstæður. Napóleon Bonaparte

Jakob R. Möller sendi í netpósti skólasystkinum sínum úr M.R. nýja smíð Ragnars Inga með þeim orðum að dreifing hennar væri höfundinum að meinalausu, og benti Jakob á, að vegna tengsla þessarar bloggsíðu við kveðskap af þessu tagi, væri viðeigandi að birta braginn nýja hér.

Verður það nú gert. 

Ragnar Ingi kveður: 

 

MIÐFLOKKSHROSSIÐ ÆTTFÆRT. 

 

Sómi er víst að Sigmundi, 

hann situr á hesti fljótum, 

frísar og prjónar fagnandi

fákurinn eftir nótum. 

Enda ber hann að ætterni

af öðrum fararskjótum - 

undan Dellu frá Upphafi

og Uppspuna frá rótum. 

 

Fyrir þremur árum kvað Ragnar: 

 

JÁKVÆÐ HEIMSENDASPÁ. 

 

Þegar sólin í sæinn er hrokkin

og sólin af standinum hrokkin 

þó er þar leið, 

þungbær en greið

til að losna við Framsóknarflokkinn. 

 

Síðuhafi svaraði:  

 

Við skulum spara að spotta´hann, 

með spánnýjan formann og flottan. 

Þótt leggist gröf í

hann lifnar á ný 

og lifir allt af eins og rottan. 

 

Þess má geta að síðuhafi dáir fá dýr meira en rottuna, þvert ofan í álit flestra. 

Hún og maðurinn eru einu spendýrin sem finna má hvar sem er á jörðinni. 

 


mbl.is Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rótum ferkar en rótum?

SH (IP-tala skráð) 19.12.2017 kl. 11:29

2 identicon

Sem sagt stór stafur frekar en lítill!

SH (IP-tala skráð) 19.12.2017 kl. 12:18

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, hrossin eru langoftast kennd við bæina sem þau rekja ættir til, og bæjarheitin eru alltaf með stórum staf. Hér heita bæirnir Upphaf og Rætur. 

Ómar Ragnarsson, 19.12.2017 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband