20.12.2017 | 21:12
Liður í því að tryggja "yfirburði" Bandaríkjanna.
Síðustu daga eru hin nýju Bandaríki Donalds Trump að birtast æ betur. Nýja öryggisstefnan byggist á því að Bandaríkin valti yfir skilgreinda óvini sína á hernaðar- og efnahagssviðinu, Kínverja og Rússa í krafti "yfirburða Bandaríkjanna."
Liður í því er að hóta öllum þjóðum heims, hverri og einni bréflega, refsingu "yfirburðaþjóðarinnar" ef þær bukka sig ekki og beygja fyrir hinni "stórfenglegu Ameríku" í smáu og stóru, fyrst í skilyrðislausri undirgefni við beitingu aflsmunar risaveldisins við að uppfylla óskir Ísraelsmanna, en síðar mun fleira fylgja á eftir.
Mannkynið hefur áður upplifað svipaða mikilmennskutakta, svo sem á árunum 1933-1945 þegar ítrasta valdi stórveldis var síðast beitt á svo grímulausan hátt og þess krafist að allar þjóðir heims og þó einkum þjóðir Evrópu, þjónuðu "yfirburðakynþættinum Aríum".
Refsingin fyrir óhlýðnina varð mesta blóðbað hernaðarsögu mannkynsins.
Napóleon stundaði hernað allt frá Spáni austur á sléttur Rússlands til þess að fá Evrópu til þess að beygja sig undir "yfirburði" stórhers Frakka.
Rómverskir keisarar herjuðu í nafni "Pax Romana", hins "rómverska friðar" allt frá Bretlandseyjum austur í Miðausturlönd til þess að þenja út "yfirburði" Rómaveldis.
Bretar notuðu hervald til að tryggja "yfirburði" breska heimsveldisins í nýlenduveldi, þar sem sólin hneig aldrei til viðar.
Hitler dáðist að breska heimsveldinu og bauð Bretum frið í júlí með tilboði sem ekki væri hægt að hafna, "höfðað til skynseminnar", að Bretar héldu heimsveldi sínu óskertu, og að á móti myndi Hitler tryggja það að nota aríska yfirburði herja sinna til að tortíma hverjum þeim sem ógnaði breska heimsveldinu."
Nýting "yfirburða" valds er þungamiðja þeirra skefjalausu karlrembustjórnmála sem "sterkir leiðtogar" beita miskunnarlaust.
Trump beitir hótunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Borgarstjón Reykjavíkur verður að koma saman tafarlaust og samþykkja viðskiptabann á USA líkt og þau gerðu hér um árið á Ísrael. Það mun hræða þenna Trump og hverjum er líka ekki sama um þessa smáaura sem USA er að greiða í þróunaraðstoð þegar íslendingar eru að greiða hlutfalslega miklu meira
Borgari (IP-tala skráð) 20.12.2017 kl. 23:19
Aðeins einn erlendur þjóðarleiðtogi hefur fengið að ávarpa bandaríska þingið.
Og Ómar túlkar það þannig að þetta sé liður í að tryggja yfirburði BNA ...
Hitler og Napóleon eru löngu dauðir og að líkja aðstæðum þeirra tíma og þeim tíma sem við lifum í dag er með öllu fáránlegt.
Það kannski samrýmist spádómum að BNA muni einangra sig?
Trump er beinlínis að boða einangrun.
Alla vega eru spádómar Nostradamusar um flæði múslima yfir evrópu að rætast og þá ekki með hernaðarvaldi.
Ef einhver afdrifarík atburðarrás gerðist fyrir tilviljun í því kerfi sem við lifum við í dag, þá yrði hrunið líklega geigvænlegt.
Þær samskiptaleiðir sem við búum við í dag ættu samt að minnka þann áhættuþátt umtalsvert.
L. (IP-tala skráð) 21.12.2017 kl. 02:06
Ísland á að greiða atkvæði gegn þessari tillögu á þingi S.Þ. Ísland á að standa með Bandaríkjunum
í þessu máli, og það á ekki að breita neinu um afstöðu Íslands, hvaða afstöðu hinar Norðulandaþjóðirnar vlja taka í þessum máli.
Tryggvi Helgason, 21.12.2017 kl. 02:39
Íslendingar eru gúngur í alþjóða pólitík og hjarðhegðun þeirra kemur vel fram.
Þegar Ísland gert eitthvað og nota neitunarvald til að bjarga mannslífum, þá fóru þeir með Hjörðini og þúsundir manns var drepin, í raun og veru þá halda fjöldamorðin áfram.
Nei Ísland kýs með Die Fuhrerin (fuherin sennilega ekki til í þýskri orðabók) en ég held að flestir fatti hvern ég á við.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 21.12.2017 kl. 03:17
Ísland á ætíð að gæta hlutleysis og aldrei að taka þátt í þeirri atburðarrás sem boðið er upp á.
Það að veita skák meistaranum Bobby Fisher hæli, voru dýr mistök.
L. (IP-tala skráð) 21.12.2017 kl. 03:32
Að samþykkja loftárásir á Lýbíu þegar Ísland hafði neitunarvald voru ennþá dýrari mistök og saklaust fólk tínir lífi til dagsins í dag og í framtíðinni.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 21.12.2017 kl. 03:37
Ef ekki nyti við framlaga USA til hinna ólíkustu velferðarmála veraldar, væru Sameinuðu Þjóðirnar ekkert, UNICEF ekkert, WHO ekkert, NATO ekkert.....og so videre.
Þó þjóðhöfðingi Bandaríkjanna sé vissulega umdeildur, stendur hann við sitt.
Að líkja honum við Adolf Hitler, er smán til handa síðuhafa.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 21.12.2017 kl. 04:14
Ómar hefur varla skrifað um Trump öðruvísi en að nefna Hitler eða einhvern þaðan af verri í nánast sömu andrá. Öfga-kommúnismi virðist oft gegnsýra skrif hans og erfit er að átta sig á hvort hann hefur fallið á bólakaf í sama hlutdrægnisforarpitt og fréttastofa RUV - eða hvort glöp eru farin að hrjá hann á gamals aldri.
Jón Garðar (IP-tala skráð) 21.12.2017 kl. 13:33
Eftir því sem ég best veit, þá er ekkert land sem kemst nálægt því að skulda SÞ jafn háar fjárhæðir og einmitt Bandaríkin.
Hvað stórfelldri þróunaraðstoð og stórbrotna styrki þeirra varðar, þá dáist ég reyndar að hinni ófrávíkjanlegri reglu eða prinsippi þeirra, að stuðningurinn sé aldrei í formi peninga, heldur aðeins í formi matvæla (keyptum af bandarískum bændum) eða vöru (aðallega bandarísk vopn eða vélar)
Auðvitað gætu Íslendingar að fylgt fordæmi Bandaríkjanna hvað þennan höfðinglega stuðning varðar, þó við settum auðvitað mörkin við stuðning stríðsreksturs og drápa.
Jónatan Karlsson, 21.12.2017 kl. 14:10
Það er ekkert nýtt að Bandarríkin hafi í hótunum við aðrar þjóðir. Það hefur alltaf verið þannig.
Það sem er nýtt er að þetta er sent út bréflega. Það stafar af því að fundinn bar svo brátt að ,að það vannst ekki tími til að hóta hverjum og einum eins og venjulega.
.
“America should write the rules. America should call the shots. Other countries should play by the rules that America and our partners set, and not the other way around,”
Þetta eru ekki orð Trumps,heldur Obama.
Hann sagði líka. Ég set það ekkii í gæsalappir af því það er ekki víst að ég muni þetta orðrétt.
Sometimes it takes a little armtwisting to inplement the US foreign policy.
Man einhver eftir: Those who are not with us ,are against us.
Í öllum þessum setningum felast hótanir eða lýsing á hvernig Bandaríkin þvinga önnur ríki til að gangast inn á Bandaríska utanríkisstefnu,oft gegn eigin hagsmunum.
Ágætt dæmi um þetta eru refsiaðgerðir okkar gegn Rússum.
Ég hreilega neita að stjórnmálamenn okkar séu svo heimskir að hafa gengist inn á þetta án þess að hafa verið hótað
Það getur bara ekki verið.
Nú hefur Trump bæst í þennan föngulega hóp manna.
Ég veit ekki hversvegna þú ert að tengja þetta við karlmenn Ómar. Sennilega eru tveir verstu óþokkarnir í Bandaríska stjórnkerfinu á seinnii tímum konur.
Magdeline Albright og Hillary Clinton.
Borgþór Jónsson, 21.12.2017 kl. 20:15
Sæll Ómar.
Bandaríkin hafa verið í fararbroddi
svo áratugum skiptir og breytingar þar á
ekki líklegar og enn síður æskilegar.
Því miður hefur farið svo að allur kraftur
er úr vinstri flokkunum.
Flestir þeirra eru sveimhuga og byggja sér loftkastala
af eilífum svefni og draumum og hafa yfirgefið allt sem mannlegt
er, grátklökkir standa menn við einhverja lækjarsprænuna
eða manndrápsþúfur frá fyrri öldum og þeir beygja af, hrifningin er
slík, - en fjölskylduna faðma þeir aldrei og auðvitað er hún sem allt mannlegt einskis virði við hliðina á allri þessari dýrð.
Ég held bara að ég voni að kommúnisminn komi aftur
og vinstri menn fari að sjá til sólar í stað þess að
stunda þessi Ken & Barbie stjórnmál!
Húsari. (IP-tala skráð) 21.12.2017 kl. 21:12
Hvenær ætlar fólk að átta sig á að kapitalismi hefur ekkert með nýfrjálshyggju að gera ...
að marxismi og nýfrjálshyggja eru eitt og hið sama ... ?
L. (IP-tala skráð) 21.12.2017 kl. 21:25
Ef það eru 199 þjóðir í UN af hverju ættu ekki allir að greiða jafn mikið til að halda bákninu gangandi. Skipta kostaði a 199 lönd.
Hvaða ríki ættli greiði stærsta skerfinn af kostnaði UN til dagsins i dag, gaman að heyra það í prósentu tölu af kostnaðinum?
Hvað ættli Ísland borgi mikið í árlegan kostnað UN eða Rússland, Kína, Frakkland, Þýskaland og Malta o.s.frv.
Getur einhver, eins og til dæmis Jónatan Karlsson sem virðist vita þetta, frætt okkur sem ekki vitum um árlega greiðslu hvers ríkis fyrir sig af þessum 199 meðlima rikjum og þá sérstaklega þessara 128 sem hafa ekki fattað það að Jerúsalem er höfuðborg Ísrael?
kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 21.12.2017 kl. 21:29
https://factly.in/united-nations-budget-contributions-by-member-countries/
Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 21.12.2017 kl. 21:51
https://betterworldcampaign.org/us-un-partnership/importance-of-funding-the-un/
Þ (IP-tala skráð) 21.12.2017 kl. 21:53
Oh here it is:
UN contributions by members States for 2016:
USA $603.941.382
Russland $76.695.947
Kína $196.234.498
Frakkland $121.472.420
Þýskaland $159.625.702
Malta $398.904
Storasta land í heimi Iceland $575.224
Og svo kemur Egyptaland sem heimtaði að fa að vita hvað væru mörg lönd vissu ekki að Jerúsalem er höfuðborg Ísrael.
Egypt $3.781.487
Eg segi nú bara Is this a joke?
Ég tók líka eftir því að í prósentu tölu þá borgar USA 22% af árlegum kostnaði UN og næsta land greiðir tæp 10% og það er Japan.
Svo tala menn um lýðræði ég næ ekki svona rugli, enginn furða að Trompið segi að fyrirrennarar hans hafi ekki kunnað að semja.
Vonandi verður þessu breitt fljótlega og USA segi sig úr UN, í það minsta að öll lönd borgi sömu upphæð.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 21.12.2017 kl. 23:40
Það er erfitt að að ræða um svona mál, ef má ekki nefna fyrri heimsveldi, sem byggðu á kenningum á "mikilfengleika" og "yfirburði".
Ómar Ragnarsson, 22.12.2017 kl. 01:04
Ómar, þú virðist ekki átta þig á þeirri ábirgð sem fylgir því að vera lýðræðisríki.
Haukur Árnason, 22.12.2017 kl. 01:48
Og svo kemur Sryrmir Gunnarsson með samlíkingar milli Jerúsalem og Berlínar ?
Haukur Árnason, 22.12.2017 kl. 01:57
Styrmir Gunnarsson hvaða merkikerti er það? Hefur hann ekkert skánað gegnum árin, heldur alltaf að hann viti allt betur en allir aðrir og leifir ekki einu sinni að það sé komenterað á sumt af ruglinu frá honum til að reina að stýra honum réttu leiðina.
Tek yfirleitt ekki mikið mark á pistlum Styrmis, er einhver sem gerir það?
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.12.2017 kl. 02:28
Jóhann,það skiftir bara ekki nokkru einasta máli hvað Bandaríkjamenn borga mikið.
Þetta er ekki hlutafélag.
Ef þeir vilja ekki borga svona mikð þá bara hætta þeir því og það verða skornar 150 til 200.000 afætur utan af samtökunum. Það er bara fínt.
Síðan væri ágætt að flytja samtökin frá þessu banalýðveldi þar sem yfirvöld misnota reglulega aðstöðu sína og vanvirða rétt fólks sem hyggst sækja samtökinn heim.
Borgþór Jónsson, 22.12.2017 kl. 02:39
Borgþór það væri það bezta að flytja afæturnar burtu frá New York, Reykjavík væri ágætis staður fyrir þetta.
Það er skrítið að það er talað um að Reykjavík og nágrenni hafi kjósendur ekki sama atkvæðisrétt og til dæmis á Vestfjörðum.
Er það eitthvað lýðræðislegt að Ísland hafi sama styrk atkvæða og USA, 350 þúsund manns á Íslandi og 350 miljonir manns í USA.
Hverskonar lýðræði er það?
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.12.2017 kl. 03:23
Jóhann.Það skiftir bara ekki nokkru einasta máli hvað Bandaríkjamenn borga mikið.
SÞ er ekki hlutafélag, Það er ekki ólíklegt að Bandaríkjamenn borgi of lítið miðaða við umfang hagkerfis þeirra,auk sem þeir hafa verulegt hagræði og tekjur af staðsetningu samtakanna.
Að auki er þetta ekki umræða um þessar greiðslur,nema að þú sért að halda því fram að Bandaríkin hafi keyft sér rétt til að ógna ríkjum á heimsvísu með þessum greiðslum.
Þetta er heldur ekki umræða um Jerusalem,heldur hvort það sé eðlilegt að Bandaríkin hafi opinberlega í hótunum um að leggja efnahag ríkja í rúst ef þau gera ekki eins og þau krefjast.
Borgþór Jónsson, 22.12.2017 kl. 04:09
Auðvitað eru Sameinuðu þjóðirnar hlutafélag, það er framkvæmdastjóri sem stjórnar SÞ, það er framkvæmdarstjóri sem stjórnar fyrirtækjum.
Það erfjármálastjóri hjá SÞ, það er fjármálastjóri hjá fyrirtækjum. Svo mikið um fyrirtækis kjaftæðið í þér Borgþór.
Hitt er svo annað; af hverju á Stórasta Land í heimi með 350 þúsund hræður að hafa sama atkvæða vægi eins og 350 milljóna þjóðir? Hefur þú skiringu á þessu?
Ekki mun Ísland hafa sama atkvæða vægi og Þýskaland þegar islendingar ganga i ESB. Af hverju ekki, er ESB fyrirtæki?
Það er engin hótun að USA hætti að styrkja lönd sem að eru með svívirðilegur árásir á USA og nota SÞ til verknaðarins, ekki bara í þessu máli heldur all flestum málefnum.
Það er kominn nýr maður í brúnna, so to speak, sem stendur upp fyrir þjóð sína og lætur ekki á afæturnar í SÞ stjorna hvað USA ákveður að gera, þið verðið bara að venjast þessu.
Ef USA flytur sendiráðið sitt i Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem, þá gerir USA það hvað svo sem Gulli Styrkja Hóra segir, ásamt arabarassgötunum sem að Gulli Styrkja hóra kyssir reglulega.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.12.2017 kl. 06:31
LÍÚ og Rauði krossinn eru líka með framkvæmdastjóra og fjármálastjóra en eru ekki hlutafélög eftir sem áður.
SÞ eru það ekki heldur,
Persónulega gæti mér ekki verið meira sama um hvar Bandarísk sendiráð eru,enda snýst þessi umræða ekki um það.
Mér væri líka sama þó SÞ mundu dragast saman um meira en helming og hættu að vasast í málum sem þeim var aldrei ætlað að skifta sér af.
Í staðinn mættu þær kannski fara að huga aðeins að upphaflega hlutverki sínu sem er að vernda tilverurétt minni þjóða og stuðla að friði.
Þessu virðast samtökin alveg hafa gleymt og hafa staðið aðgerðalaus hjá meðan Bandaríkjamenn hafa tortímt hverri þjóðinni á fætur annari algerlega án ástæðu og í trássi við alla alþjóðlega sáttmála.
Borgþór Jónsson, 22.12.2017 kl. 12:44
Borgþór ég held að við séum meira sammála um sendiráð USA í Ísrael og SÞ heldur en að við séum ósammála.
Mér er nákvæmlega sama hvar þetta sendiráð er enda kem ég aldrei til með að nota það og ef SÞ væru þurrkaðar út á morgun þá mundi ég halda partí.
Með innilegri Jóla kveðju frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.12.2017 kl. 15:36
Gleðileg Jól Jóhann.
Borgþór Jónsson, 22.12.2017 kl. 17:22
Góður punktur hjá Jónatani hér að ofan. Hættum að borga í hjálpina. Sendum þeim mat og verkfæri. Kennum þeim að sjá um sig sjálf, á heimaslóð. Að USA skuldi UN mest allra, stenst varla skoðun, hvernig sem á það er litið. Húsnæðið fengu samtökin frítt og af þvi hafa aldrei verið greidd gjöld til USA. Reikni nú hver sem vill, fasteignagjöld, löggæslu og annað sem til fellur, við að hafa aðalstöðvar þessa handónýta skrípaapparats í bakgarði sínum. Samtökin Sameinuðu Þjóðirnar eru skrípafyrirbæri, sem nánast engu hefur áorkað á undanförnum áratugum öðru en gengdarlausri eyðslu til handa embættismanna. Embættismönnum á vegum Sameinuðu Þjóðanna hafa verið greidd laun, sem samsvara um það bil tólfföldu virði þess, sem veitt hefur verið í svokallaða þróunaraðstoð.
Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?
Góðar stundir, með jólakveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 22.12.2017 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.