Þarf að yfirfara reglur um farartæki.

Þegar farið er yfir ýmsar reglur, sem gilda um farartæki, kemur í ljós mismunur á íslenskum reglum og reglum í nágrannalöndunum, sem er oft ekki sanngjarn. kawasaki-j300-640x408-620x395

Í nágrannalöndum okkar gilda til dæmis aðrar reglur um vélhjól, sem eru með 125 cc rúmtak véla eða  minna, en um stærri vélhjól. 

Unglingum er leyft að aka þessum aflminni vélhjólum taksvert fyrr en þeir geta öðlast venjuleg ökuskírteini, vegna þess að þessi hjól eru mun léttari en aflmeiri hjól og ná ekki nærri því eins miklum hraða, varla meira en 90-100 km/klst. 

Þessi hjól ættu líka að fá niðurfellingu á gjöldum, því að sparneytni þeirra er slík, 2,0-2,4 l/100 km, að þau nálgast rafbíla hvað snertir eyðslu og eru langt fyrir neðan mengunarminnstu eldsneytisknúna bílana. 

Þau spara líka pláss í gatnakerfinu og draga með því til viðbótar úr mengun. 

Hvað snertir minnstu rafknúnu reiðhjólin og vespuhjólin, sem hafa 25 km/klst hámarkshraða þarf að leiðrétta ósamræmi hvað varðar handinngjöf rafaflsins. 

Hún er leyfð ásamt 350 watta mótor á 60 kílóa þungum vespuhjólunum en bönnuð á 20 kílóa Náttfari í Elliðaárdalþungum rafreiðhjólum með 250 watta mótor! 

Fráleitt er að banna handgjöf og 350 watta mótor á þeim hjólum sem eru miklu léttari en hin.

Nokkrar þjóðir í Evrópu hafa afnumið þessa vitleysu og einstaka þjóð er með aðeins hærri hámarkshraða. 

Bandaríkjamenn eru með þetta rétt að mínu mati. Þar er leyfður hámarkshraði 32 km/klst á rafreiðhjólunu og leyfð handinngjöf í bland við fótaaflið. DSC00092

Umhverfismildi 125 cc vélhjólanna sést best á því, að á minnsta rafbíl landsins, sem ég er núna kominn á til innanborgaraksturs, samsvarar raforkukostnaðurinn 1,5 lítra eyðslu á 100 km, en vespubensínhjólið er með 2,2 lítra eyðslu. 

Algengustu rafbílarnir eru 10 sinnum dýrari, tíu sinnum þyngri og margfalt plássfrekari í gatnakerfinu en þessi nettu hjól. 

Síðan má nefna að erlendis er að finna mikið framboð af nettumm rafknúnum vespuhjólum, sem eru allt upp í lúxus BMW rafhjól, sem nær 120 km hraða og kemst vel yfir 100 km á hleðslunni. 

Talsvert ódýrari eru hjól, sem ná 65 til 82ja km hraða og komast yfir 100 km á hleðslu, en hér á landi ættu svona umhverismildir fararskjótar á alla vegu að njóta fríðinda. 

Neðsta myndin er af einu af slíkum hjólum, IO Atlas. 
power-roller-atlas

 


mbl.is Rafmagnsstrætisvagnarnir dýrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband