Eitt nafn, sem gæti breytt miklu, jafnvel fleiri nöfn?

Þegar horft er á myndir af öllu því firna magni pappíra, tugþúsundiri skjala, sem varða Guðmundar- og Geirfinnsmálið, sem nú er verið að flytja í Hæstarétt, er nöturlegt til þess að hugsa, að hugsanlega þarf aðeins að bæta við skjölin nafni eins mikilvægs vitnis, sem af óskiljanlegum ástæðum var aldrei yfirheyrt á sínum tíma. 

Ekki er síður nöturlegt að hugsa til þess, að vegna trúnaðar sé hvorki hægt að segja meira um þetta að svo stöddu né gefa fleiri vísbendingar, einkum vegna þess að þetta vitni og fleiri, sem svipað er ástatt um, eru orðin við aldur og því minnka vonirnar til þess að þau geti stigið fram eða lagt sitt af mörkum á annan hátt. 


mbl.is Gögn í Geirfinnsmáli í kassavís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er það ekki aðallega þú Ómar sem að veist lausnina á þessu máli;

ætti það ekki að vera þín skylda að gera þá vitneskju opinbera; alla vega lögreglunni.

Hugsanlega mætti forseti íslands gefa þessum manni upp sakir ef að hann myndi stíga fram og segja frá öllu sem gerðist til að varpa ljósi á þetta mál í eitt skiptiið fyrir öll.

Jón Þórhallsson, 22.12.2017 kl. 16:45

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Samkvæmt þínum vitnisburði sem að þú hafðir eftir þessum dularfulla manni  að þá keyrði hann óvart á Geirfinn fyrir slysni og í óðagoti hennti hann líkinu út í hraun; er það ekki rétt skilið hjá mér?

Jón Þórhallsson, 22.12.2017 kl. 17:26

3 identicon

Vonandi á margt nýtt eftir að koma fram, í þessu ömurlega Geirfinnsmáli, og það verði upplýst að fullu.

Nú var lögreglan á suðurlandi að handtaka þrjá hælisleitendur frá Georgíu fyrir stórfelda þjófnaði úr verslunum, það sem meira er, að þessir hælisleitendur eru á framfærslu íslenskra skattgreiðenda við iðju sína hér á landi, og fá jólabónus að auki, geri aðrir betur.                                             Svo það er nú ekker skrítið að ársskoðanir hjá Flugmálastjórn(Ísavia) sé eitt alsherjar okur, og sé að leggja mestalt einkaflug á Íslandi í rúst.               Nú verða yfirvöld að taka á þessum hælisleitenda málum, því þessir hælisleitendur hafa ekkert hingað að gera.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 22.12.2017 kl. 17:39

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Það þurfa ekki fleiri að stíga fram til að sjá hvað hefur gerst. Fyrrverandi Saksóknari ríkisins stjórnaði fyrstu aðgerðum. Hann hefur viðurkennt eftir að hann lét af störfum að mikil mistök hafi átt sér stað.

Þar sem rannsóknarvaldið er jafn falið og lokað verða áfram gerð slæm mistök. Maður skyldi taka varlega fréttum og yfirlýsingum þar sem Interpol er að hrósa íslensku lögreglunni. Upplýsingar um rannsóknina voru frá byrjun haldið í lokuðum farvegi Sakadóms sem rannsakaði og dæmdi í sömu málum.

Í upphafi var klifað á því að mikill spíri kæmi að landi á Suðurnesjum. Embættismönnum þótti það miður og bjuggu til grýlu sem fór eins og eldur í sinu. Grýluskömmin fór um allar koppagrundir og inn í alla klúbba. 

Að  málinu hafi ekki verið lokið fyrr og sakborningar lýstir saklausir sýnir að við höfum verið að hlífa kerfisfólkinu. Skapa þjáningar fyrir fórnarlömbin og endalausa vinnu fyrir lögmenn, saksóknara, verjendur og háskólafólk sem væri betur komið í öðrum störfum. Það mætti lengi áfram telja. Lagadeildin hefur sjaldan verið gagnrýnd fyrir að mennta menn sem ekki standast tímans kröfur. Fylgjast með löggjöf og stefnum í rannsóknar og mannréttindamálum. Stærsti fjölmiðillinn kokgleypti allt sem kom frá lögreglu.

Ómar ætti að vita hvernig fréttir voru meðhöndlaðar á þessum tíma og hvort þær hafi farið í gegnum einhverja síu eða gagnrýni á fréttastofu ríkisins? 

Sigurður Antonsson, 22.12.2017 kl. 19:11

5 identicon

Það sem vantar í þetta allt er vintisburður Kidda P. Hvað gekk honum eiginlega til með sínum afskiptum af þessu máli?
Annars var ömurlega illa staðið að þessu máli einsog mörgu öðrum málu sem ekki hafa fengið neina athygli. Ofurtrú á erlendum sérfræðingum er enn, Eva Joly, norski seðlabanakstjórinn og fleiri sem eiga að redda öllu sem við erum búnir að klúðra vegna eigin heimsku og hroka

Grímur (IP-tala skráð) 22.12.2017 kl. 20:39

6 identicon

Ómar minn. Ég hugsaði með mér, þegar ég sá pappírsflóðið, að svona gekk þetta víst fyrir sig þegar Sævar reyndi að fá málið endurupptekið. Þar voru fjölmargir pappírar á ferð líka.

Það sem er ein mesta þjóðarskömmin af öllu þessu hörmunganna endurupptökumáli er að mínu mati það, að Erla Bolladóttir með nýfædda barnið sitt og allt sitt andlega heilbrigðiskerfisvanrækta ástand, skyldi vera sett út í kuldann?

Ég hef margoft reynt að setja mig í spor þessarar ungu og útskúfuðu nýbökuðu móður, sem var alls ekki í ástandi til að bera vitni um eitt eða neitt marktækt, í sínu áfalla ástandi nýbakaðrar móður! Þar að auki var hún læknadópuð í fangavistinni með óverjandi hætti, af glæpalæknum sem þar voru stjórnsýsluglæpamönnum innan handar, við glæpina gegn unglingsaldurs móðurinni varnarlausu?

Getur virkilega enginn valdsins lögmanna/dómsstóla ráðsmennskukarlinn reynt að skilja, hvers konar hörmungar sú unga og útskúfaða móðir var pyntuð í með nýfæddu barninu? Og kúguð til að ganga í gegnum?

Hvar eru allar ljósmæður, ungbarnaeftirlits hjúkrunarkonur og læknar nútímans, sem ættu að benda öllum á að þessi unga og útskúfaða móðir var varnarlaust og flakandi sálarsár, með óumflýjanlega áfallastreituröskun á háu stigi?

Hvar er nú öll múgæsings "#metoo" herdeildin?

Hvers vegna er þessi kerfissvikna fortíðarinnar nýbakaða, barnunga og dómsstólasvikna móðir ekki varin af þessum "#meetoo" múgæsings-byltingar-herkerlingum?

Guð hjálpi Erlu Bolladóttur, og hennar kerfiskúgaranna misbeitingu með hennar nýfæddu dóttur sem hótandi vitnakúgunarvopn. Guð hjálpi öllum sem eru fórnarlömb illra afla stýrðra lögmanna og dómsstóla á Íslandi fyrr og nú.

Fólk ætti að setja sig í spor Erlu Bolladóttur, og spyrja sig hvort svona meðferð á læknamafíudópaðri og lögreglunauðgaðri og fangelsaðri núbakaðri móður og táningsstúlku, hafi fengið réttlætanlegt uppgjör DÓMSNÍÐINGANNA!

Karlmennirnir fengu endurupptöku?

En ekki þessi unga og nýbakaða móðir með nýfædda barnið og tilheyrandi áfallastreituröskun, sem óhjákvæmilega fylgir svona lögreglumeðferð og ástandi konu, sem hefur nýlega fætt barn! Sem var tæplega komin af táningsaldri þegar þessi áföll dundu yfir hana!

Er engin mannleg og réttlætanleg siðmenntaðra manna miskunn til, hjá lögmönnum og dómsstólum Íslands?

#metoo?

Hvað er nú það? Og fyrir hverja?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2017 kl. 21:27

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek undir það Anna Sigríður, að það aðeins metoo fyrirbrigðið getur útskýrt það að meðferðin á Erlu er léttvæg fundin.

Ef og þegar menn rekast fyrr eða síðar á hvernig mikilvægt vitni í þessu máli var aldrei yfirheyrt munu menn líka undrast það að eina sakfellda konan fékk ein allra ekki endurupptöku, bara karlarnir.  

Þetta athæfi leiðir hugann að ummælum Rannveigar Rist varðandi það hvernig aðeins var ráðist á hana af öllum álforstjórunum og þá með viðbjóðslegri sýruárás, sem er eitt skelfilegasta táknið um kvenfyrirlitninguna í heiminum. 

Ómar Ragnarsson, 22.12.2017 kl. 23:23

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eitt nafn og ef þú veist það? 

Samviskan er rætin og teygjanleg. Hvað segir hún síðuhafa, að réttast sé að gera?

 Þegja, eða gera rétt?

Halldór Egill Guðnason, 23.12.2017 kl. 02:46

9 identicon

Já, Ómar minn. Rannveig Rist var ekki fórnarlamb nauðgunar, eða káfandi og hæðandi karla og kerlinga. Hún starfar sem forstjóri án nokkurrar "nauðgunar-#metoo" kjaftæðis!

En hún var fórnarlamb andlegs og sýruárásar-ofbeldis, sem er óverjandi með öllu.

Andlegt ofbeldi og ósannanlegar lygar og hótanir eru miklu alvarlegri heldur en líkamlegt ofbeldi.

Allt ofbeldi er glæpsamlegt. Sumt er hægt að sanna og sumt ekki.

Einelti er alvarlegt og niðurlægjandi andlegt ofbeldi.

Einelti á vinnustöðum er eitthvað sem stundum er skipulagt af yfirmönnum, til að brjóta niður einstaklinga, með skipulögðum niðurlægingum af ýmsu tagi. Allir vinnustaðir ættu að senda eineltisgerendur í frí, til að fá hjálp við slíkri viðbjóðsvillimanna hegðun og niðurlægingum.

Þeir eru hallærislegir og helsjúkir sem skipuleggja og taka þátt í einelti, háði og niðurlægingu á öðrum einstaklingum.

Enginn hefði ráðist svona á karlmann, eins og ráðist var á Rannveigu Rist. Karlmönnum er frekar hótað skelfilegu ofbeldi á sér og sínum, eða þeir verði jafnvel drepnir ef þeir hlýða ekki. Konur verða fyrir árásum, án fyrirvara. Allt er þetta jafn viðbjóðslega villimannslegt, niðurlægjandi og andlega/líkamlega niðurbrjótandi.

Samfélagið á Íslandi byggist á viðbjóðslegu niðurlægingar einelti og  ofbeldi, ásamt skólakerfis-innprentaðs heilaþvotta-fáfræði-fordómum. Af hálfu mjög vitsbrenglaðra, siðferðisbrenglaðra og raunveruleikafirrtra stjórnenda. 

Þetta er viðbjóðslegt og siðbrenglað karlrembu/kerlinga-framapots-stýrt samfélag! 

Guð forði konum og körlum frá að selja sálu sína áfram í svona hjarðhegðunar framapots-viðbjóð, fyrir einhverjar innantómar hálfvita-valdastöður.

Mér er svo gjörsamlega ofboðið hvernig siðblindu ræfilshátturinn veður yfir allt og alla, án nokkurrar vitsmunalegrar og sjálfstæðrar sanngirnis og réttlætis gagnrýni heilbrigt hugsandi fólks.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2017 kl. 03:28

10 Smámynd: Jónatan Karlsson

Örlítil viðbót við umræðuna:

Það eina sem blasir við öllum er að sakborningarnir öll voru dæmd saklaus og án nokkurra sannana. Hvarf þessara tveggja manna er ráðgáta, en hvarf máls skjala úr upphaflegu Keflavíkur rannsókninni liggur fyrir, því Haukur Guðmundsson fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður staðhæfir að hann hafi afhent Valtý Sigurðssyni tösku með þeim öllum, en aðeins hluti þeirra skjala virðist hafa ratað í hendur lögreglunnar í Reykjavík.

Svívirðilegt er líka að dómur Erlu Bolladóttur sé látinn standa óhreifður, þó Hæstiréttur reyni loks að skammast til að hrista af sér slenið og skömmina.

Jónatan Karlsson, 23.12.2017 kl. 05:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband