23.12.2017 | 17:47
Ljósár á milli málanna, sem skóku þjóðina 1976 og 2017.
Þegar "málið, sem skók íslensku þjóðina" 2017 er borið saman við "málið, sem skók þjóðina 1976" eru himinn og haf á milli þessara tveggja mála hvað snertir rannsókn þeirra og alla umgjörð.
Í málinu 2017 er byggt á afar umfangsmiklum efnislegum sönnunargögnum og rannsóknarferli, sem var eins opið og unnt var og bauð þar með upp á afar mikilvæga þátttöku almennings og þess fjölda fólks, sem tók þátt í leitinni að þeim, sem saknað var og endaði með því í lok rannsóknar lá nánast allt efnislega fyrir, sem unnt var að festa hendur á.
Í "málinu sem skók þjóðina 1976" og olli raunar titringi og stórum skjálftum í þjóðlífinu allan tímann milli 1974 og 1980, allt frá almenningi, fjölmiðlum og næturlífi til Alþingismanna og ráðherra, blasir við gerólík mynd, ekki eitt einasta efnisegt sönnunargagn, ekki einu sinni lík, vettvangur eða morðvopn.
Svo mjög eru málslokin 2017 vel rökstudd með gögnum og "hafin yfir skynsamlegan vafa" að afar ólíklegt er að það mál muni aftur komast í hámæli.
Öðru máli gegnir um Guðmundar- og Geirfsinnsmálið. Þau verða fleinn í holdi íslensks þjóðlífs um aldur og ævi og eina mögulegu málalyktirnar geta varla orðið aðrar en þær, - hvenær sem þær verða,- að allir þeir, sem sakfelldir voru, líka Erla Bolladóttir, verði hreinsuð og sýknuð á grundvelli æpandi skorts á sönnunargögun og forkastanlegrar meðferðar á sakborningum.
Málið sem skók íslensku þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Altumlykjandi "borgarvernd" yfirlögregluforingjans getur farið út í öfgar. Fólk á að vera á varðbergi og að getað fengið vernd, en löggæslan má ekki vera yfirþyrmandi. Alla glæpi sem Grímur nefnir í viðtalinu hafa fylgt mannkyninu og er ekkert nýtt nema að með auknum samgöngum þarf að varast fleira.
Að gera að því skóna að útlendingar séu alltaf að svíkja og pretta gengur ekki upp. Flest af því fólki sem hingað kemur er heiðarlegt og vinnusamt fólk sem sér tækifæri þegar það getur fengið mun meiri laun en í heimalandinu. Raunalegt er að horfa upp á það þegar fjölmiðlar og einstaklingar gera út á að skapa óþarfa ótta og tortryggni gagnvart þessu fólki.
Ekkert hefur breyst frá 1976 þegar lögreglan fór offari á Suðurnesjum og bjó til skrímsli sem ekki hefur verið lagt að velli. Að taka sérstaklega mál Erlu Bolladóttur úr samhengi er séríslenskt fyrirbrigði. Stofnanir sem eru lokaðar og gefa ekki tæmandi upplýsingar eða færa rök fyrir máli sínu gera áfram mistök.
Sigurður Antonsson, 23.12.2017 kl. 18:48
Já, alls ekki gleyma Erlu Bolladóttur, ekki skilja neinn útundan.
Þeim mun meira sem við minkum þjáninguna í þessum málum, og öðrum,verður það betra fyrir okkur alla.
Ekki er hægt að skrökva sig frá málunum, en hægt er að fá hjálp, eins og ræninginn á krossinum.
000
39Annar þeirra illvirkja sem krossfestir voru hæddi hann og sagði: „Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!“
40En hinn ávítaði hann og sagði: „Hræðist þú ekki einu sinni Guð og ert þó undir sama dómi? 41Við erum það með réttu og fáum makleg gjöld fyrir gerðir okkar en þessi hefur ekkert illt aðhafst.“ 42Þá sagði hann: „Jesús, minnst þú mín þegar þú kemur í ríki þitt!“
43Og Jesús sagði við hann: „Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.“
Lesa hvað Nikola Tesla segir um lífið.
Nikola Tesla var einn af þeim, sem fluttu þjóðunum blessun og leystu fólkið úr ánauð þekkingarleysisins? Þekkingin skapar alsnæktir. Nústaðreyndatrúin stóð á móti Jesú og Nikola Tesla. Við skulum færa Jesú og Tesla aftur inn í skóanna.
20.12.2017 | 18:24
Egilsstaðir, 23.12.2017 Jónas Gunnlaugsson
Egilsstaðir, 23.12.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 23.12.2017 kl. 19:04
Ómar minn. Ef Erla Bolladóttir verður ekki sýknuð eins og hinir, þá er verr af stað farið en heima setið, með þessa endurupptöku. Sævar hefði ekki viljað slíkt óréttlæti ofan á allt hitt óréttlætið!
Ég hef lifað mig algjörlega inn í aðstæður og varnarleysi Erlu Bolladóttur, og svik opinbera kerfisins gagnvart henni í þessu máli.
Ef Íslandsbúar eru svo miklir villimenn og kaldrifjaðar skepnur að ætla þessari kerfissviknu konu, Erlu Bolladóttur, það hlutskipti að sitja uppi með þennan óverjandi dómsmorðsglæp, þá á réttarkerfið á Íslandi sér engan tilverurétt né viðreisnar von!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2017 kl. 19:10
Ómar minn. Hér er viðbót við fyrri athugasemd mína, sem hefði átt að fylgja með.
Mér finnst Grímur Grímsson traustvekjandi maður. En hann einn og sér getur ekki breytt né bætt eitt né neitt á Íslandi, án nægjanlegs stuðnings, mannafla og fjármagns frá ríkisbatteríinu, sem er með réttu kallaður ríkissjóður skattgreiðenda á Íslandi.
Staðreyndir þarf að skoða með sanngjörnu gagnrýni hugarfari?
Gagn-rýni. (rýna til gagns).
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2017 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.