27.12.2017 | 14:11
"...Eigum von á því að ástandið versni..."?
Smá ábending: Víst er hið hræðilega ástand í Jemen orðið til af flóknum ástæðum, bæði fyrr og nú, og því erfitt að finna orð yfir þau ósköp sem þar ganga á.
Þess vegna er slysalagt að nota orðið "von" á þann hátt sem gert er í frétt af atburðunum þar, ekki síst þessa dagana þegar orðin trú, von og kærleikur og hátíð vonarinnar eru í hámæli hjá okkur hér á Vesturlöndum.
Það er vel hægt að segja í staðinn að búast megi við eða líklegt sé að ástandið versni svo að engin tvíræðni sé á ferð.
Stríð gegn börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar. Upphaflega var Rauða Kross starfið hugsað sem neyðarhjálp. Og það var virðingarvert. Sjálfboðaliðar eru líka virðingarverðir og fórnfúsir hjálparar.
En í dag sýnist mér að stríðandi valdaránsöfl heimsins séu að misnota Rauða Kross hugsjónina og hjálparstarfið. Og stríðsöflin virðast vera að nota varnarlaust fólk í þessu eymdarástandi stríðvaldaræningja, til að gera læknavísinda svikatilraunir á varnarlausu og vannærðu fólkinu?
Lyfja-yfirmafíur og svikayfirlækna-yfirmafíur heimsins eru skelfileg skaðræðisöfl. Ásamt meðvirku svokölluðu "lyfjaeftirliti", sem ekki sinnir lyfjaeftirliti með löglegum lyfjum á vandaðan hátt.
Og taka ekki nokkra ábyrgð á þeim skelfilegu afleiðingum sem óvandaðar og skaðlegar tilraunir þessara stríðandi vísinda-villimannsstýrðu afla hafa? Skelfilegar og óbætanlegar afleiðingar eru ábyrgðarfríaðar af yfirmafíum heimsins? Varnarlausir sjúklingarnir bera allan skaðann, og lögmanna/dómsstólakerfið ver mafíuna svikulu? Og fjölmiðlar fyrr og nú eru meðvirkir með þöggunar mafíufréttaflutningi glæpalyganna?
Vísindalega réttlætanleg, vönduð og siðmenntaðra hæfra og rétt menntaðra lækna meðhöndlun á sjúklingum er mjög þakkarverð. Því má ekki gleyma.
En í allt of mörgum tilfellum eru óvandaðir og vanhæfir yfirlæknar að misnota varnarlausa stríðsfórnarlamba-sjúklinga í gróðahagsmunaskyni fyrir vísindatilrauna yfirlækna mafíuna og lyfjafyrirtækjasvikara mafíuna. Það er óverjandi.
Guð hjálpi þessum villuráfandi, keyptu, kúguðu, skaðlegu, ábyrgðarlausu og græðgisjúku kauphallanna lækna/lyfjaframleiðslufyrirtækja-gosum yfirstétta-samfélagsins allskonar. Út um allan heim.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2017 kl. 20:07
Íslensk orðabók (Mál og menning 1993) segir um von m.a.:
1. væntir að verði, það að vænta, vænting
2. það sem hægt er að vænta, búast við, horfur, líkindi (dæmi: það er skaða von að því líklegt er að það valdi skaða)
Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 27.12.2017 kl. 20:51
Sæll Ómar
Það er greinilegt að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa sent herlið til Jemens :
"A day after the US was reported to have participated in an anti al-Qaeda offensive in southern Shabwa Province of Yemen, the Pentagon is confirming that a “small number” of US ground troops have been deployed into Yemen for an ongoing operation against the al-Qaeda in the Arabian Peninsula (AQAP) force.
Details are still scant, but the operation is said to be taking place across central Yemen in a major al-Qaeda stronghold. The Pentagon said the main purposes of their presence is “intelligence sharing,” at least for now."(
US Puts Boots on the Ground in Yemen)
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 27.12.2017 kl. 22:03
Af hverju fer ekki Stórasta Land í heimi ásamt ESB hyskinu ekki búnir að,redda þessu, eftir hverjum andskotanum er þetta pakk að bíða?
Þeir geta kanski fengið viskustykkifurstuna Hamas og Fata til að hjálpa til og berja á Kananum í Jemen.
Þetta er svo tipical hjá gúngunum í Evrópu að kjafta og blaðra og gera svo ekki neitt, nema kansk kalla saman teboð í SÞ teklúbbnum og kjafta og blaðra þar og hvað gerist ekki neitt.
Er ekki kominn tími að Evrópumenn fari úr piltunum og fari í buxurnar og haga sér eins og menn en ekki eins og smá stelpur og geri eitthvað en ekki að bíða eftir þvi að einhverjir aðrir geri skítverkin þeirra.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 28.12.2017 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.