30.12.2017 | 11:08
Hver maður á hjóli býr til rými fyrir einn aukabíl á götunum.
Maður, sem fer um á hjóli en ekur ekki bíl, lætur einum ökumanni bíls í té ónotað rými í bílaumferðinni.
Ég játa fúslega, að ég hafði ekki hugsað út í þetta af alvöru fyrr en ég fór sjálfur að nota tvenns konar hjól eftir atvikum, rafreiðhjól á styttri leiðum innanborgar, og létt nett Honda PCX vespuhjól úti á vegum og á lengri leiðum innanborgar eða þegar ég þurfti á meiri hraða að halda en á rafreiðhjólinu.
Fyrir 55 árum hafði ég áttað mig á því að ef meðallengd bíla minnkaði að meðaltali um einn metra, myndu tugir kílómetra verða auðir á götunum, sem bílar þektu ella.
Nú á tímum er til dæmis um að ræða 100 þúsund bíla á dag á Miklubrautinni einni, en ef meðallengdin væri 3,60 metrar en ekki 4,60 metrar, myndu 100 kílómetrar samtals verða auðir á dag sem nú þarf að þekja með bílum.
Meðalfjöldi um borð í einkabílum er 1,1 maður og bíll með þægilegu rými fyrir tvo í sætum væri því langoftast nóg.
Tazzari rafbíllinn, sem ég er nú kominn á þegar það hentar, er 2,88 á lengd og með kappnóg rými fyrir tvo sem sitja hlið við hlið, hvað þá fyrir þann eina mann, sem langoftast má sjá um borð í bíl, sem er tveimur metrum lengri.
Fjórir slíkir rafbílar sem eru á ferð, losa samtals rými fyrir einn bíl á stærð við Yaris.
Reiðhjólasalan líflegri á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.