Um 20 prósent styðja stjórnina en ekki flokkana í henni.

Ofangreind staðreynd, sem lesa má úr þjóðarpúlsi Gallups, er athyglisverð, því að hún sýnir glögglega hve kjósendur voru orðnir þreyttir á því umróti og óvissu, sem ríkt hafði allt frá því í apríl 2016 og fólst meðal annars í því, að frá mars 2016 til loka þessa árs sátu þrír forsætisráðherrar hér á landi. 

Það virðist líka ljóst að kjósendur ætla að gefa ríkisstjórninni svigrúm og nokkurs konar hveitibrauðsdaga til þess að sanna sig, og margir sjá því greinilega í gegnum fingur sér þótt sum kosningaloforðin, svo sem niðurfelling virðisaukaskatts og aðgerðir fyrir aldraða, öryrkja og barnafólk frestist eitthvað. 

Vandamálum stjórnarinnar verður hins vegar ekki vikið til hliðar mjög lengi, og þessi vandamál felast í því að á mjög morgum stöðum í stjórnarsáttmálanum er úrlausn stórra ágreiningsmála frestað með þeim ódýra hætti að setja á blað að það verði skipaðar nefndir og starfshópar til að athuga þau og finna lausnir á þeim. 

Þótt núna sé hægt að nýta tímabundna uppsveiflu í þjóðarbúskapnum til að friða kjósendur á svipaðan hátt og ríkisstjórnir hér á landi og erlendis hafa gert á uppgangstímum, samanber ríkisstjórnir Íhaldsflokksins í Bretlandi í kringum 1960: "Þið hafið aldrei haft það eins gott", þá er óvíst hvort það endist, - ekki fremur en stjórn Íhaldsmannanna bresku, sem hneykslismál og fleira felldu áður en áratugurinn var liðinn. 

 


mbl.is Þrír af hverjum fjórum styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband