Sérkennileg þróun máls að útrýma lykilsögnum og heitum.

Málnotkun og orðaforði eru í sífelldri þróun í tungumálum heims og ekkert sérstakt um það að segja, það er bara eðlilegt. 

En sumt vekur þó furðu, eins og þegar gömul og þægileg lykilorð, eins og sumar sagnir eru, víkja fyrir nafnorðum sem skapa málalengingar og jafnvel misskiling. 

Sögnin að vera er stutt og þægileg og prýðir fyrirsögn tengdrar fréttar á mbl.is: "Helmingur seldra bíla var rafknúinn." 

En síðan hverfur þessi einfalda sögn í fréttinni og víkur fyrir nýrri sögn sem þar að auki er tvíræð, því að sögnin að mynda þýðir bæði að búa eitthvað til og að taka mynd af einhverju. 

Hliðstæða við þetta væri ef það væri ekki talið nógu fínt að segja "konur eru helmingur landsmanna" heldur þætti flottara að segja: "konur mynda helming landsmanna". 

Það má leika sér með þetta.

Segjum að rannsókn leiði í ljós að "helmingur erlendra ferðamanna tekur landslagsmyndir"

En með nýja orðalaginu yrði sagt: Rannsókn leiðir í ljós að "landslagsmyndir mynda meira en helming þeirra mynda sem erlendir ferðamenn mynda." 

Sífellt dynur í eyrum hið skæða nafnorð "aukning" í eftirsókninni eftir hátimbruðum málalengingum, til dæmis þegar sagt er "aukning hefur orðið í fjölda fólks" í stað þess að segja einfaldlega "fólki hefur fjölgað," notuð tíu atkvæði í sex orðum í stað þess að nota sex atkvæði í þremur orðum. 


mbl.is Helmingur seldra bíla var rafknúinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það hefur myndast aukning í fjölda grunngilda smile

Wilhelm Emilsson, 3.1.2018 kl. 18:21

2 Smámynd: Júlíus Valsson

 Sænskan hefur þróast á svipaðan hátt sbr. þessa einfalda leit í Google:

 "Mannen som har varit präst" (About 155,000 results)

vs

"Mannen som varit präst" (About 222,000 results)

Júlíus Valsson, 3.1.2018 kl. 22:12

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er ég ekki það kunnugur notkun sænskunnar í Svíþjóð að ég viti hvort styttri orðaröðin er sú, sem er að vinna á, en sé svo, er um að ræða að stytta mál. 

En hér á landi er oftast um verið að lengja mál og gera það tyrfnara. 

Ómar Ragnarsson, 3.1.2018 kl. 22:38

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég átti við að þeir eru farnir að sleppa hjálparsögnunum

Júlíus Valsson, 3.1.2018 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband