6.1.2018 | 00:33
Ótímabær dauðsföll eða tímabær?
Undanfarin misseri hef ég rekist á eins konar exel-skjal sem er gegnumgangandi í kerfinu varðandi gamalt fólk.
Fyrst var það varðandi slysabætur. Þar kom í ljós að þegar fólk er komið yfir 75 ára aldurinn er það komið í svokallaðan "hrakvirðisflokk" varðandi hríðlækkaðar bætur aldurs vegna.
"Meinarðu ekki ruslflokk"? spurði ég slysabótasérfræðinginn.
"Jú,kannski", svaraði hann, en hitt heitið lítur betur út.
Um svipað leyti var sögðu sú frétt í fjölmiðlum að Íslendingar væru í fremstu röð í heiminum varðandi fjölda "ótímabærra dauðsfalla."
Þegar gluggað var í "smáa letrið" kom í ljós að þetta miðast við 75 ára aldur.
Ef maður, sem á 75 ára afmæli á sunnudaginn, dettur steindauður niður í dag og ljós kemur, að hægt hefði verið að forða honum frá þessum örlögum, skilgreinist það sem "ótímabært dauðsfall."
Ef hann dettur hins vegar niður á sunnudaginn, telst það ekki vera ótímabært dauðsfall.
Réttara sagt, þótt það sé kaldhæðnislegra, það telst vera tímabært dauðsfall og jafnvel vel tímabært dauðsfall.
Mér segja menn sem hafa búið erlendis, að þrifnaður á götum og gangstéttum hér á landi standi langt að baki því sem er í öðrum löndum.
Og ef 80 ótímabær dauðsföll eru staðreynd, má ekki gleyma því að kannski eru önnur 80 hjá fólki, sem er orðið 75 ára og deyr því á tímabæran hátt úr svifryksmengun.
Vilja fækka ótímabærum dauðsföllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér.
Annað, varðandi svifryk: Meirihlutinn í borginni, sem vilja helzt losna við alla bíla nema sína eigin, hafa alla tíð kennt nagladekkjum (sem er eina vörnin gegn hálku) um svifrykið. Jafnvel þótt svifryk sé líka á sumrin þegar nagladekk eru ekki notuð. En á síðasta ári var bent á það að einungis 15% af svifrykinu væri af völdum nagladekkja, restin kæmi af því að göturnar væru aldrei hreinsaðar. Auk þess molna götur hér á landi mikið fyrr en ella því að handónýtt malbik er notað í þær.
Pétur D. (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 03:12
Sæll Ómar.
Mörk mennskunnar vatna hratt út
eftir 67 ára aldur.
Húsari. (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.