Eitt af eftirminnilegum atriðum í þáttunum "Á líðandi stundu."

Eitt það ánægjulegasta sem minnist frá dundi mínu í Sjónvarpinu forðum daga var þátturinn  "A líðandi stundu." 

Tveir nýir yfirmenn, dagskrárstjórarnir, Hrafn Gunnlaugsson Ingvi Hrafni Jónssyni,urðu ásáttir um að Ingvi Hrafn "lánaði" mig yfir til Hrafns til þess að gera þætti, sem mig hafði dreymt um að yrðu að veruleika í íslensku sjónvarpi og fælust í því að í klukkustund væri bein útsending ´"á líðandi stundu" sitt á hvað, úr Sjónvarpshúsinu og annars staðar frá, jafnvel utan af landi og að viðfangsefnin yrðu eins fjölbreytt og líðandi stund hverju sinni byði uppá. 

Sigmundur Ernir Rúnarsson og Agnes Bragadóttir stigu sín fyrstu spor i sjónvarpi sem hluti af þríeyki með mér sem lifir skært í minningunni. 

Ekkert á líðandi stundu var þáttunum óviðkomandi, stjórnmál, viðburðir dagsins, listir, litríkt fólk út um alla borg og allt land. 

Í fyrsta þættinum brilleraði Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri svo rækilega sem aðalviðmælandi, að Guðmundur Jaki, sem var aðalviðmælandinn í næsta þætti, sagði þá, að haldinn hefði verið nokkur konar neyðarfundur hjá Alþýðubandalagsmönnum til að íhuga viðbrögðin við aðsteðjandi stórsigri Davíðs í borgarstjórnarkosningum þá um vorið. 

Sem reyndar varð. 

Í þættinum sungu Egll Ólafsson og Björgvin Halldórsson sungu dúettinn "Við Reykjavíkurtjörn" eftir Gunnar Þórðarson við texta Davíðs og svipaður frumflutningur í sjónvarpi varð að föstum lið í þættinum "Á liðandi stundu" til vors. 

Einn slíkur viðburður var flutningur tónlistarmyndbandsins "Gaggó Vests", lags Gunnars Þórðarsonar, sem Eiríkur Hauksson söng af snilld og naut leiks Egils Ólafssonar í einum kafla þess, sem gerist í skólastofunni. 

Vegna þess að sumir þættirnir voru sendir út beint utan af landi, svo sem frá Vestmannaeyjum, Akranesi, Akureyri og Egilsstöðum, urðu þeir dýrir og erfitt að halda sama dampi áfram. 

En það, að þetta skyldi vera hægt, nægði mér, því að fram til 1985 höfðu menn hrist höfuðið yfir hugmyndinni. 

Þeir voru því aðeins á dagskrá fyrri part ársins 1986.  


mbl.is Taka Gaggó Vest loksins saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband