13.1.2018 | 00:22
Mótsögn í kenningu, sem heldur ekki vatni. Hjarta Vestfjarða.
Ekki þarf annað en að líta á kort til að sjá, að það er á leiðinni frá Reykhólasveit til Ísafjarðar sem Vesturlína slær út vegna illviðra og að Hvalárvirkjun mun nær engu skila til að auka afhendingaröryggi á Vestfjörðum þótt hún verði tengd inn á þá línu.
Í stað þess að drífa í því að gera þessa línu örugga með því að leggja hana í jörð þar sem þess er þörf segja virkjanamenn, að eina leiðin til að auka öryggið sé að fara út í stórkostlega eyðileggingu á ósnortnum víðernum sunnan Drangajökuls með Hvalárvirkjun hinum megin á Vestfjarðakjálkanum og lagningu algerlega nýrrar háspennulínu í jörð þaðan alla leið yfir í Ísafjarðardjúp og síðan þaðan alveg nýja línu yfir alla firðina við sunnanvert Djúp til Ísafjarðar.
Virkjanamenn segja að slík framkvæmd með margra tuga kílómetra langar línur í jörð séu ekkert mál fjárhagslega, en hins vegar verði óviðráðanlegt vegna mikils kostnaðar, að setja núverandi línu frá Reykhólasveit vestur til Ísafjarðar í jörð.
Þetta er augljós mótsögn sem heldur ekki vatni.
Ef endilega á að virkja á Vestfjörðum, sem ekki á að gefa sér fyrirfram að sé besta ráðið fyrir afhendingaröryggið, þarf að forgangsraða virkjanakostum og náttúruverðmætum sérstaklega fyrir fjórðunginn.
Á síðustu áratugum hafa stór og ósnortin víðerni fengið æ meira vægi sem mikilvægustu náttúruverðmætin.
Vespuhjólsferðin "Hjarta landsins" síðastliðið sumar báða hringina í einum rykk, þjóðveg nr. 1 og Vestfjarðahringinn, 2000 km á rúmum þremur sólarhringum, var farin til þess að benda á það að það er ekki aðeins eitt hálendi, miðhálendið, sem í húfi er, heldur einnig Vestfjarðahálendið.
Ef allt er haft uppi á borðinu koma inn á blað virkjanir, að vísu minni en Hvalárvirkjun, í botnum fjarðanna, sem eru næstir Ísafirði fyrir innan Skutulsfjörð.
Þaðan er langstyst frá virkjunarstöðum yfir í langfjölmennasta byggðarlagið í fjórðungnum.
Segja fullyrðingu Landverndar ranga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ef ekki á að nýta hvalárvirkjun til atvinnuuppýggíngar á vestfjörðum á ekki að fara í hana ef vandamálið er fjarlægð , er ekki talað um fiskeldi mætti nota botninn á ísfjaðrarbotni sem móðurstöð þá þyrfti ekki langan jarðstreng til ísafjarðar. a móti kemur flutningur á manskap í botninn ekki veit maður hvernig botn ísafjarðar er hannaður með tillit til hugsanlegrar hafnargerðar, sem kostar sitt
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.1.2018 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.