Það einfaldasta virkar oft best.

Fyrir 20 árum hefði sá verið álitinn eitthvað skrýtinn, sem hefði sagt fyrir 20 árum að Bæjarins bestu í pylsuskúrnum frumstæða við Tryggvagötu yrði einn frægasti staður landsins.  

En það sem er einfaldast, er oft það óvenjulegasta og þar með jafnvel það eftirminnilegasta fyrir ferðafólk, sem sækist eftir óvenjulegri upplifun í ferðum sínum. 

Strákarnir, sem seldu kleinur við Gróttu í dag, og sagt er frá í tengdri frétt á mbl.is, eru gott dæmi um þetta.

Litla kaffistofan heillaði Jeremy Clarkson í Íslandsferð hans 1992 og hún stendur enn. 

Bensínstöðvar landsins eru orðnar hverri annarri líkar, og nýi flotti Staðarskálinn hefur ekki alveg sama sjarma og sá gamli hafði, 

En eitt, einfalt og lítið, gerir það þó að verkum, að margir stansa þar bara út af þessu "smáræði". 

Það eru ástarpungarnir góðu, sem þar eru á boðstólum. Alveg bráðóhollir fyrir þá sem eru að reyna að forðast aukakílóin, en eftir því óviðjafnanlega góðir og auðvitað meinlausir, nema að fólk gleymi sér og hámi þá í sig einn af öðrum.  


mbl.is Bjóða ferðamönnum nýsteiktar kleinur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband