Önnur fíkn á bak við sölumenn dauðans vestra.

Í fróðlegum þætti í bandaríska sjónvarpsþættinum um ópíóðum faraldurinn þar í landi var því lýst hvernig græðgisfullum sölumönnum dauðans hefði tekist að spila á langvarandi spillingu meðal bandarískra þingmanna til að fá tvo þeirra, þingmenn í ríkjum, þar sem stór lyfjafyrirtæki hafa bækistöðvar, til að leggja fram frumvarp um lyfjaeftirlit, sem rústaði bandaríska lyfjaeftirlitinu.

Nú mala lyfjafyrirtækin gull sem aldrei fyrr og leika lausum hala ásamt sölumönnum sínum, sem eru blandaður hópur, allt frá glæpamenn í undirheimum upp í þá, sem útvega "læknadópið".  

Í þætti 60 mínútna voru birtar tölur sem sýndu ævintýralegan gróða og umfang, sem spillingarnet lyfjarisa, undirheima og lækna velti við það að standa undir þessu banvænasta faraldri í seinni tíma sögu landsins. 

Þetta var eins og að fá að lýsa með vasaljósi inn í "skítaholu", svo að notað sé orðalag um skuggahliðar hjá öðrum þjóðum. 

Á bak við skæða fíkn liggur oft önnur fíkn. Í þessu tilfelli peningagræðgi, ein af dauðasyndunum sjö.  


mbl.is Höfðu nánast öll verið á Vogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband