19.1.2018 | 08:42
Merkilegt starf og miklar framfarir í glímunni við krabbameinið.
Eitt stærsta atriðið varðandi lengri meðalævi fólks felst í miklum framförum í lyfjameðferð vegna krabbamein, sem er, ef ég man rétt, næst algengasta dánarorsökin hér á landi, næst á eftir blóðrásarsjúkdómum.
En tilkoma nýrra lyfja er ekki nóg heldur kalla þessi fjölbreyttu lyf á mikið og markvisst starf í heilbrigðiskerfinu og leitun er að manni, sem ekki hefur orðið vitni að slíku hjá einhverjum nákomnum.
Þegar Davíð Oddsson fagnaði 70 ára afmæli sínu í fyrradag var það til dæmis ekki síst því að þakka hve farsællega tókst til að vinna bug á flóknu og erfiðu krabbameini sem hann fékk hér um árið og sigraðist frækilega á.
Nú á dögum felst meðferðin oft í að leysa afar flókin og vandasöm verkefni varðandi lyfjameðferðina sjálfa.
Það lýsir vandanum og þessu viðfangsefni að hluta, að á hverju ári koma út í heiminum um 800 sérfræðiritgerðir lækna um þetta.
Auðvitað getur enginn lesið og kynnt sér allar þessar ritgerðir, en það hefur verið lagt fyrir fullkomnustu gervigreindartölvu heims að nýta sér þær við krabbameinsmeðferðir og það hefur gefist vel.
Hér á landi vinna Krabbameinsfélag Íslands og heilbrigðiskerfið ötullega að vörnum gegn þessum vágesti og er það mikið þjóðþrifastarf.
Stökkbreytt gen eykur hættu á sortuæxli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.