20.1.2018 | 08:24
Einn af veikleikum landsins, þar sem engar "skítaholur" er að finna?
Hið fullkomna mannlega þjóðfélag verður seint til. Bandaríkin eru stórbrotnasta þjóðfélag veraldar að mörgu leyti, forysturíki á mörgum sviðum og deigla margra mikilvægustu strauma nútímans. En lokun bandaríkis alríkisins á nokkurra ára fresti vegna skuldsetningar ríkissjóðs er fyrirbæri, sem er óþekkt í flestum öðrum vestrænum lýðræðisríkjum og jafnvel í ríkjum Afríku, sem höfð hafa verið ummæli um sem "skítaholuríki."
Lokun alríkisins leiðir umræðuna að því, á hve sterkum fótum heimsveldi stendur, sem byggir stærð sína, mátt og tilveru á það miklum þjóðarskuldum að orðið geti efnahagshrun í líkingu við það sem varð 2008 en jafnvel enn stærra hrun.
Og Bandaríkin eru ekki eina ríkið, sem er háð því að undirstöður hins alþjóðlega fjármálakerfis og auðræðisins í heiminum bresti ekki.
Í kröfunni um hinn ómissandi hagvöxt felst dulin ógn þeirrar þurrðar á auðlindum jarðar sem stefnir í að óbreyttu.
Bandaríska alríkinu lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta sýnir einnig hversu veik staða launafólks er í þessu ríki. Þegar starfsfólk lendir í því fyrirvararlaust að vera sent heim launalaust. Enginn formlegur uppsagnarfrestur. Þetta gæti aldrei gerst á Íslandi og eða á öðrum Norðurlöndum.
Kristbjörn Árnason, 20.1.2018 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.