Mátturinn og dýrðin stundum sérkennileg vestan hafs.

"Make America great again!" slagorðið ýjar að alls herjar dýrð og mætti þeirra Bandaríkja sem ólu af sér langstærsta efnahagskerfi heims með tilheyrandi eftirsókn meirihluta landsmanna eftir vellystingum í krafti bruðls með auðlindir og mengun andrúmsloftsins. 

Enginn efast um máttinn, en dýrðin var þó ekki á öllum sviðum. Að minnsta kosti var sérkennilegt að heilbrigðiskerfið var betra, ódýrara og jafnara fyrir alla í fámennum löndum nyrst í Evrópu. 

Það er sérkennileg birtingarmynd á því hjá Trump að endurheimta mátt og dýrð landsins að lama þann vísi að almannatryggingum sem fólst í Obamacare og fá til baka það ástand að tvær milljónir Bandaríkjamanna dæju ótímabærum dauða vegna skorts á tryggingum. 

Og einnig er það sérkennileg birtingarmynd, að þrjú risafyrirtæki hyggist túlka óánægju sína og starfsmanna sinna með heilbrigðiskerfi landsins með því að stofna sjálf eigið fyrirtæki um heilbrigðisþjónustu starfsmanna sinna. 

Ef þetta tiltæki heppnast má þó kannski túlka það sem ákveðinn ávinning af frelsinu til þess að fara út í slíkt. Hvort sá ávinningur verður nógu mikill á þó tíminn einn eftir að leiða i ljós.  


mbl.is Risar dýfa tánum í djúpu laugina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband