Sagnaslóðin eða vindorkugarðurinn?

Húsfyllir var í Dalabúð í kvöld á opnum íbúafundi, þar sem rætt var um ýmis málefni sveitarfélagsins, þar á meðal samstarfsyfirlýsingu sveitastjórnar við Stormorku um fyrirhugaðan vindorkugarð skammt fyrir norðaustan Búðardal, rétt við túnfót æskuslóða þjóðskáldanna Jóhannesar úr Kötlum og Jóns frá Ljárskógum. Dalabúð

Vindorkugarðurinn á að verða sex ferkílómetrar með um 40 150 metra háum vindmyllum. 

Snemma á fundinum kom fram hjá sveitarstjórn, að Dalabyggð væri ekki eina sveitarfélagið sem fjallaði um svona hugmyndir, Snæfellsbær væri á undan. 

Var það notað sem ein af rökunum fyrir því að vinna ötullega að þessu máli í Dalabyggð. 

En síðar á fundinum bárust þær fréttir, að Snæfellsbær hefði hafnað hugmyndum um vindorkugarð með tvöfalt minni vindmyllum með þeim rökum  að vindorkugarðurinn ylli allt of mikilli sjónrænni og hljóðrænni truflun fyrir umhverfið! 

 


mbl.is Vatnajökulsþjóðgarður verði á heimsminjaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband