1.2.2018 | 12:06
Sólskyggnið notað vegna mánaskins.
Það var eftirminnilegt að aka frá Borgarnesi upp í Norðurárdal í gærkvöldi. Jörð var snævi þakin og landslagið sást svo óvenjulega vel í skini ofurmánans, sem gladdi fólk víða um heim.
En það var ekki það eina.
Svo skær var máninn, að það þurfti að taka sólskyggnið niður þegar ekið var hann lýsandi framundan.
Man ég ekki eftir neinni hliðstæðu á lífsleiðinni.
Hugurinn var þó ekki bundinn við mánann einann hvað birtuna snerti, heldur sýndi birta hans hve birta sólarinnar er gríðarleg, að hún skuli geta lýst þennan fylgihnött svo mjög upp, að hann endurkasti sólarljósinu yfir höf og lönd.
Að því leyti var heitið á sólskyggninu réttnefni.
Þúsundir fylgdust með bláum ofurmána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.