Sturla varð ekki forseti. En Jón Gnarr brilleraði.

Það gustar af Vigdísi Hauksdóttur hvar sem hún fer og hún lífgar upp umhverfi sitt.

Ég hitti hana fyrr í vetur þegar við vorum bæði í þættinum "Í bítið" á Bylgjunni og mér líkaði vel við hana, fannst hún skemmtileg með sína frísklegu og glaðlegu framkomu.

Nú geysist hún á svið borgarmálanna og er ekkert að skafa utan af hlutunum heldur segist ætla að verða borgarstjóri. 

Og því ekki það?  Á sínum tíma hættu menn fljótlega að afskrifa að Jón Gnarr yrði borgarstjóri. 

Og því brá fyrir nú á dögunum að í skoðanakönnun á Útvarpi Sögu hefði meirhluti þátttakenda verið fylgjandi því að Vigdís fengi meirihluta. 

En því miður eru skoðanakannanir af þessu tagi á útvarpsrásunum í besta falli samkvæmisleikur, því að alls ekki er fylgt alþjóðlegum kröfum um framkvæmd skoðanakannana. 

Sem dæmi má nefna að það ástand kom upp fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, 2014, að listi Framsóknarmanna og flugvallarvina myndi fá meirihluta i kosningunum. 

En upp úr kössunum kom fimmfalt minna fylgi. 

Og á tímabili stefndi í það í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar 2016 að Sturla Jónsson yrði kjörinn forseti. 

En allt annað kom upp úr kjörkössunum. 

Velgengni Jóns Gnarr helgaðist af snilld hans við að nýta sér mesta vandræðagang í borgarmálunum, sem um gat frá upphafi vega, sex borgarstjórar á fjórum árum! 

Og hann varð fyrsti borgarstjórinn í áratug til þess að sitja nokkurn veginn vandaræðalaust í heilt kjörtímabil! 

Síðasti borgarstjórinn, sem sat heilt kjörtímabil á undan Jóni Gnarr var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 1998-2002. 

 

 


mbl.is Vigdís vill verða borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2015:

"Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið en fengu 10,7% í kosn­ing­un­um í fyrra."

Þorsteinn Briem, 18.2.2018 kl. 01:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Litlu verður Vöggur feginn!" cool

Þorsteinn Briem, 18.2.2018 kl. 01:31

3 identicon

alltaf gaman af VIGDÍSI er eins og afinn  gustar af henni. þó maður sé ekki samála henni. hvort gnarrin fór áfallalaust í gegnum borgarstjóratólin má draga í efa að minnstakosti hefur stóllin ekki jafnað sig en á jón

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.2.2018 kl. 14:06

4 identicon

Að mínu mati hafa flestir borgarstjórar í Reykjavík verið ömurlegir, ekki aðeins þeir á vinstri vængnum. En ef meirihlutinn fellur og annað hvort Eyþór eða Vigdís verður borgarstjóri, þá hlýtur fyrsta verkefnið að vera að afturkalla allar óútskýrðu stöðuveitingarnar, þ.e. pólítísku einkavina- og flokksmeðlimastöðuveitingar sem núverandi meirihluti hefur staðið fyrir. Þar er hægt að spara nokkra tugi milljóna árlega.

Bæði í borgar- og landspólítíkinni eru allir borgarfulltrúar og þingmenn að falla um annan þvert við að koma með kröfur um siðareglur, upplýsingar um hagsmunatengsl og annan tittlingaskít, en gera svo ekkert við nepótismann, sem er eins og krabbameinsæxli í íslenzkri stjórnsýslu. Því að hvorki embættismenn með bitlinga né kjörnir fulltrúar hafa neinn vilja til né áhuga á að stinga á því kýli.

Pétur D. (IP-tala skráð) 18.2.2018 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband