21.2.2018 | 10:19
Afar nákvæm spá.
Klukkan níu voru stærstu vindhviður í Reykjavík 28 metrar á sekúndu, sem samsvarar ofsaveðri þá mínútuna. Þetta var mesti vindurinn í morgun, en klukkan tíu hafði hann dottið niður í 27 metra í mestu hviðum, einnig samkvæmt bókinni.
Miðað við hraðann á þessari lægð eftir snögga sköpun og hinar gríðarlegu sviptingar á Atlantshafinu er athyglisvert hvað spáin um "hvellinn" hefur ræst upp á klukkustund.
Héðan af er varla við miklum frávikum að búast og sex stiga hitinn, sem spáð var um miðjan dag kemur væntanlega eins og hlý gusa.
Nær hámarki um klukkan 9 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.