22.2.2018 | 01:53
Olían orðunum sterkari.
Margar stórar yfirlýsingar voru gefnar á Parísarráðstefnunni 2015 og mörg sterk orð skrifuð á blöð. En þegar um eins mikla freistingu og aukna notkun olíu er að ræða, hrökkva orð og skjöl skammt.
Dæmisagan um Litlu gulu hænuna svífur yfir vötnum. Í aðeins þremur ríkjum Asíu, Kína, Indlandi og Indónesíu, býr tæpur helmingur mannkyns.
Þar er rík tilhneiging til að iðnvæða og neysluvæða þjóðirnar svo að þær geti fengið sinn skerf af takmörkuðum auðlindum jarðar í áttina að bruðli hinna vestrænu þjóða, sem hafa notið uppgripa og neyslu olíualdarinnar á undan þeim.
Þegar notkun olíu er skoðuð og sett sem hluti af línuriti yfir aldirnar, steinöld, bronsöld o.s.frv., verður línan yfir orkunotkun olíualdarinnar eins og risavaxinn spjótsoddur upp og síðar niður þegar olían þverr á öld, sem er aðeins brotabrot í tímalengd af öðrum þróunaröldum mannkynsins.
Vegna sívaxandi kröfuharðs mannfjölda verður neyslan samtals svo gríðarmikil þegar þessar þjóðir seilast í olíuauðinn.
Þótt bílarnir, sem til dæmis Indverjar eru að þróa, sýni mikla hugkvæmni í nýtni á rými og orku, er þess að gæta, að þessir stuttbílar eða örbílar koma í staðinn fyrir milljónir vélhjóla, og eyða því meiri orku og auðlindum en vélhjólin þegar aðeins einn er um borð.
Myndin hér að ofan er af einum af nýjum indverskum bílum með mikla nýtni á rými, Bajaj Qute að nafni. Til að hægt sé að koma fjórum fullorðnum fyrir í svona bíl, sem er aðeins 2,75 m langur og 1,31 m breiður, og með örlítilli vél, 13 hestafla 217 ccc, aðeins 400 kíló á þyngd, verður að hafa hann svo háan, að þeir sem eru frammi í, þar á meðal bílstjórinn sitji í nógu háum sætum frá gólfitil þess að fótleggirnir séu lóðréttir og spari þannig hálfan metra í gólfrými.
Þetta virkar hlægilegt farartæki, en umferðaröngþveiti indverskra stórborga er áhrifamikil útskýring.
Olíuotkun áfram í vexti næstu 20 árin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.