24.2.2018 | 19:19
Vekur athygli að komast í 60 mínútur.
Fáir fréttatengdir sjónvarpsþættir eru þekktari en 60 mínútu þátturinn hjá CBS.
Við þáttinn hefur alla tíð starfað sjónvarpsfólk í fremstu röð en síðustu misserin hafa orðið nokkur kynslóðaskipti við fráfall eða fráhvarf sumra af þekktustu og reyndustu burðarása þáttarins.
En maður kemur í manns stað.
Miklar innri kröfur um fagleg vinnubrögð í hæsta gæðaflokki hafa lengi einkennt þáttinn og vinnsluna á honum og því er afar forvitnilegt um hvað Anderson Cooper er að vinna við í Íslandsheimsókn sinni.
Eins og ævinlega getur það skipt máli fyrir land og þjóð að komast í sviðsljós fjölmiðla heimsins, ekki síst þegar jafn þekktur þáttur og 60 mínútur á í hlut.
Er þess skemmst að minnast, að gosið í Eyjafjallajökli og mikil umfjöllun um Ísland á meðan á því stóð og fyrst á eftir, skóp grundvöllinn af einhverri mestu uppsveiflu í íslenskum efnahagsmálum í sögu landsina í formi margfalt fleiri ferðamenna en nokkurn óraði fyrir.
Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann mun kannski segja frá því að yfirvöld séu nú að taka á ólöglegri AIRBNB starfsemi á grundvelli laga sem eiga að vernda íbúabyggð, enda hafi gegndarlaust AIRBNB æðið, orðið þess valdandi m.a. að velþóknun landans á túristum hafi fallið úr 85% í 65% á einu ári. Hann mun kannski segja frá því að 25 þúsund manns vinna í ferðaþjónustunni og þar af 8 þúsund erlendir aðilar sem bera lítið úr býtum. Hann mun kannski tala um heilbrigðiskerfið. Eða hann mun tala um virkjanamál. Eða bara um fallega náttúruna. Sem var reyndar miklu fallegri áður en hryðjuverk voru framin á henni. (nú ætti einhver að þýða ritgerð HKL um málið fyrir fréttamanninn). Bara hugdetta.
jon (IP-tala skráð) 24.2.2018 kl. 22:39
CNN's Anderson Cooper Admits Working for the CIA - Operation Mockingbird Asset Exposed!
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 24.2.2018 kl. 23:20
Jamm, Ómar minn. Ætli þeir 60 mínútna gráa hers strákarnir séu ekki bara að kynna sér "skoðanakanna mæla" fjölmiðlamafíustjóra heimsins, þarna uppi á Öræfajökli, og svona hingað og þangað um eyjuna? Eftir því hvernig blásturshljóðfæra bjölluat spilavítiskauphallanna púkaflautur djöfulsins blása?
Er eitthvað fleira sem getur vakið áhuga "Tomma og Jenna" þessara óverjandi ræningjaglæpa-spilavíta heimsins, sem í daglegri umræðu eru kallaðir "fjölmiðlar"?
Þeir 60° gránarnir hljóta að fá sér "game over"-geimverubúning hjá 66° norður, svo þeir fari héðan í smá plús, en ekki norður og niður héðan í frá.
Gangi þeim annars bara sem best á glæpamafíu-ævintýraeyju einangrunar og einokunar hér í norðrinu. Þeir geta sem betur fer farið héðan aftur, án þess að smygla sér um borð í vöruflutningaskip sem þrælaflóttamenn frá Íslandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.