25.2.2018 | 08:25
Trump í klípu í Sýrlandi.
Donald Trump fór mikinn í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar 2016 þegar hann fordæmdi Barack Obama og Hillary Clinton fyrir stefnu þeirra á málefnum Sýrlands.
Hann gekk svo langt að segja og endurtaka það meira að segja, að Hillary og Obama væru meðal stofnenda Íslamska ríkisins.
Ekki slapp George W. Bush forseti og flokksbróðir Trumps undan gagnrýni hans því að ef nokkur Bandaríkjaforseti átti þátt í því að skapa jarðveg fyrir ISIS var það hann með innrásinni í Írak.
Bush yngri skellti skollaeyrum við aðvörunarorðum rágjafa, sem faðir Bush hafði tekið mark á, þess efnis að með innrás væri verið að leysa úr læðingu öfl sem enginn sæi fyrir hvaða usla gætu valdið.
Svipað mátti raunar segja um "Arabíska vorið 2011" þótt ósvífið hafi verið að taka Hillary og Obama út úr og stimpla þau sem stofnendur ISIS.
Trump lofaði kjósendum 2015 að taka upp breytta stefnu í stað þeirra sem hefðu kostað Bandaríkjamenn gríðarlegar fjárhæðir vegna hervæðingar.
En hann var varla kominn í embætti fyrr en hann boðaði stóraukin útgjöld til hermála og í Sýrlandi eru Kanarnir í mikilli klípu.
Rússar hafa löngum verið gagnrýndir fyrir staðfastan stuðning sinn við Assad Sýrlandsforseta, en það hefur hins vegar einfaldað aðstöðu þeirra, - það hefur alltaf verið og verður alltaf vitað hvar Rússarnir standa.
Ef af innrás Tyrkja í Kúrdahéruðin verður, og her Assads tekur á móti, er Trump í vanda.
NATO ríki komið í hernaðarátök við land, þar sem skjólstæðingur Rússa er við völd.
Flækjustigið er reynar miklu flóknara en þetta, og eins gott að Trump eigi góða ráðgjafa og hlusti vel á ráð þeirra.
Þjáningar jukust á meðan beðið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar Ragnarsson veit hvar hann hefur Rússana og Rússarnir vita hvar þeir hafa Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 25.2.2018 kl. 11:40
Húsari. (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 11:55
Þegar George Bush yngri var í kosningabaráttu sinni gagngrýndi hann það sem hann kallaði "nation building", en fór síðan í stríð í Afghanistan og Írak og eyddi þar 3000 miljörðum dollara (!)
Þegar Barack Obama var í kosningabaráttu sinni gagngrýndi hann það að BNA gerðu "heimskulega hluti" í útlöndum, en byrjaði svo íhlutun í Líbanon, Sýrlandi, Yemen, og öðrum löndum.
Nú er röðin komin að Trump. Það virðist sem frambjóðendur vilji síður stríð, en forsetar lendi alltaf í þeim.
Reyndar ein athugasemd: Hillary og Obama fjármögnuðu uppreisnarhópa sem gengu til liðs við Íslamska Ríkið, og aðgerðir þeirra voru ekki til þess að draga úr vexti þessa hóps, nema þótt síður sé. Þaðan kemur sagan um að Obama hafi "stofnað" ISIS, sem er að sjálfsögðu ykjur með meiru, en Trump notar oft svoleiðis dramatískar yfirlýsingar sem retorík.
https://www.nationalreview.com/2014/08/how-obama-caused-isis-ira-straus/
Egill Vondi, 25.2.2018 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.