Slæmt fyrir endingu og viðhald samgöngutækjanna.

Þótt nokkuð hafi verið um snjóakafla í hitteðfyrravetur, þá hefur þessi vetur þegar verið verri hvað snertir saltaustur og saltblandaðan tjörupækilsúða í umferðinni en verið hefur lengi. Þótt ein vika í fyrravetur hafi verið afar snjóþung, en myndin er tekin í henni í febrúar í fyrra og sést glytta á vélhjól á fyrir miðri mynd, lagt þversum, hefur veturinn í vetur verið verri fyrir umferðina að flestu leyti. 

Fox,Honda PCX, Subaru

Þriggja farartækja blanda hjá mér rafreiðhjól - létt "vespu"vélhjól - 2ja manna rafbíll, - hefur gefið mér ansi góða sýn á þetta síðustu ár, því að salt- og tjöruúðinn bitnar mest á litla vélhjólinu, bæði úðinn yfir mann sjálfan á hjólinu og einnig það, að hjólið er ekki sérstaklega ryðvarið. 

Þess vegna hefur þetta hjól verið minna notað yfir áramótin en í fyrra. En þó aldrei komið til þess að koma því fyrir inni. 

Á hjóla- og gangstígum er hraðinn minni og saltblandaður úði því ekki nærri eins slæmt fyrirbæri og fyrir vélhjólamann. 

Saltpækilsúðinn sem smýgur um allt kostar borgarbúa milljarða í auknu viðhaldi vegna ryðskemmda. 

Starfsmenn borgarinnar hafa ekki verið öfundsverður af viðfangsefni sínu í hinum hárfínu sveiflum hitans í kringum frostmarkið, sem hefur skapað erfiðleika á að spá fyrir um úrkomu og færð næstu klukkustundir. 

Of oft hefur að mínu mati verið rokið í að salta auðar götur fyrir úrkomu sem annað hvort kom ekki eða reyndist ekki vera hálkumyndandi. 

En þetta mat er í eðli sínu afar erfitt eins og áður sagði. 

 


mbl.is Hálkueyðing óvenjutímafrek í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband