Kúnstin að veðja á rétta hesta.

Lögmálið um áhættuna, það, að veðja á rétta hesta, hefur löngum átt við í bílaiðnaðinum.Doble gufubíllinn 

Sá, sem fyrstur kom með rafknúinn bíl fyrir meira en öld, veðjaði þá á rangan hest. Sömuleiðis bandaríski bílaframleiðandinnn Doble með sinn hljóðlausa og feikna kraftmikla Doble gufubíl, sem komst 2400 kílómetra á vatnshleðslunni. 

En tveir gallar felldu bílinn í 1931 þegar kreppan mikla fór að bíta. 

Það þurfti að setja rafmagnið á og bíða í 30 sekúndur eftir því að hita vélina upp og gangsetja. NSU Prinz Ro 80

Raunar var þetta ekki svo slæmt þegar miðað er við það að allt fram yfir 1980 þurfti að bíða í 20 sekúndur eftir því að forhitarinn hefði hitað upp dísilvélina áður en gangsett var. 

Hitt atriðið var að Doble var afar dýr bíll og steindrapst því eins og fleiri dýrir bílar þegar kreppan skall á. 

Í kringum 1955 mátti lesa um þá framtíðarsýn, að tvígengisvélar myndu sigrað í samkeppni við fjórgengisvélar, einfaldlega vegna þeirra yfirburða að sprengingin í hreyflinum yrði tvöfalt oftar en í fjórgengisvél. N.S.U._RO_80_dutch_licence_registration_AE-51-50_pic03

En þarna var veðjað á rangan hest. Tvígengisvélarnar þróuðust ekki en það gerðu fjórgengisvélarnar aftur á móti og drápu tvígengisvélarnar á næstu tíu árum. 

1967 var Wankel "rotary" snúðhreyflinum NSU Ro 80, sem var valinn bíll ársins í Evrópu, spáð framtíðargengi í krafti þess að hún gat komist léttilega upp í 24 þúsund snúninga af þeirri einföldu ástæðu að kólfurinn snýst í hring en fer ekki upp og niður eins og stimpillinn í Otto-hreyflinum. 

Einnig eru þessir hreyflar miklu léttari og þýðgengari en venjulegir hreyflar. 

Ekki dró úr bjartsýninni að í útliti var NSU Ro 80 langt á undan sinni samtíð hvað snerti útlit og lága loftmótstöðu. 

Í blaðagrein um daginn var japani nokkur kallaður "faðir rótaríhreyfilsins" en það er augljóslega rangt, því að það var Þjóðverjinn Felix Wankel fann þennan hreyfil upp og japaninn var hönnuður hjá Mazda sem keypti rétt til framleiðslu og þróunar hreyfilsins af NSU. 

Þessi hreyfill féll hins vegar á tvennu: Hann entist illa vegna núningsins á snertiflötum kólfsins og hann eyddi miklu miðað við þyngd. 

Toyota veðjaði á réttan hest með tvinnbílum sínum þótt dísilbílarnir virtust þá sigurstranglegri og Fiat veðjaði líka á réttan hest með Twin-Air vél sinni. 

Toyota og Hyondai hafa veðjað á vetnisknúna hreyfilinn og fróðlegt verður að sjá á næstu áratugum, hvort það er réttur hestur eða rangur. 

 

 


mbl.is Toyota hættir sölu dísilbíla í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband